fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Kynning

MD Vélar: Opnar dyrnar fyrir nýjan markað

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 27. maí 2019 11:00

Stáltengin eru sérhönnuð eftir þörfum hvers og eins, hér sjást nokkrar gerðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar hafa átt sér stað í MD Vélum ehf. síðustu tvö árin. „Í stað þess að þjóna eingöngu sjávarútveginum höfum við fært út kvíarnar yfir í byggingargeirann og fleira. Þetta hefur gerst með nýjum umboðum, vörum og breytingum hjá rótgrónum birgjum,“ segir Laila Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóri MD Véla.

Vararafstöðvar í gámum

MD Vélar hafa verið með umboð fyrir Mitsubishi frá stofnun fyrirtækisins árið 1990. Frá upphafi hafa öll samskipti MD Véla við Mitsubishi farið í gegnum aðalskrifstofuna í Almere í Hollandi og þaðan hafa allar vörur og þjónusta komið. Nú eftir áramót breyttist fyrirkomulagið með tilkomu nýs útibús Mitsubishi í Noregi, sem mun framvegis sinna MD Vélum. „Með þessum breytingum hjá Mitsubishi getum við nú boðið upp á heila vélapakka frá einum birgja og vararafstöðvar tilbúnar til uppsetningar eftir óskum viðskiptavinarins. Þá er t.d. hægt að fá rafstöðvarnar innbyggðar í gámum með olíutanki undir og fleira. Þetta opnar nýjar dyr fyrir okkur og höfum við t.d. verið að fá fyrirspurnir frá orku- og gagnaverum. Við erum hæstánægð að geta núna sinnt þessum markaði enn betur.“

Mynda texti: Mitsubishi Vararafstöð tilbúin til uppsetningar samkvæmt óskum viðskiptavinar.

Þenslutengi: Gúmmí – Stál – Vefur

MD Vélar hafa sérhæft sig í sölu þenslutengja í gegnum árin. „Nú hefur úrvalið breikkað mjög mikið,“ segir Laila og bætir við: „Okkar birgir er VM Kompensator í Danmörku og þeir eru með gúmmí-, stál- og veftengi. Gúmmítengin er frá hinum þekkta framleiðanda Trelleborg sem er vottaður og þekktur fyrir gæði.“

Stál- og veftengin eru framleidd í Danmörku og eru sérhönnuð eftir pöntunum. Stáltengin er hægt að fá í stærðum DN 25–DN 5000. „Dönsku tengin eru í hæsta gæðaflokki. Tengin eru ekki bara með eitt lag af stáli, eins og hjá mörgum öðrum framleiðendum, heldur minnst tvö lög. Öll tengin eru sömuleiðis virkjuð með því að teygja og pressa þau áður en þau eru send frá verksmiðju. Með þessari meðferð virkjast allar bylgjur á tenginu. Hreyfingin dreifist á allar bylgjurnar undir álagi, en ekki bara þessar fyrstu 1–2 eins og oft gerist. Tengin hafa því mun meiri endingartíma og eru öruggari. Einnig býður fyrirtækið upp á veftengi sem eru notuð þegar þrýstingur er lágur, t.d. í loftræstikerfum. Tengin má hanna þannig að þau þoli mjög sterk efni og allt upp að 1.000°C hita.

VM Kompensator býður einnig upp á þjónustu þar sem starfsmenn þess koma á staðinn, mæla allt upp og hanna svo tengin út frá aðstæðum á staðnum. Við komum líka og setjum upp tengi sé þess óskað. Nýverið voru t.d. menn frá Danmörku uppi í Kölku, sorpeyðingarstöð í Reykjanesbæ, að setja upp tengi sem leiða í brennsluofna og þola allt að 1.000 gráður.“

Stáltengin eru sérhönnuð eftir þörfum hvers og eins, hér sjást nokkrar gerðir.

Þenslutengi fyrir eldvarnakerfi og hljóðeinangrandi barkar

Nýjasta umboð MD Véla er MetraFlex, staðsett í Chicago, sem framleiðir einnig þenslutengi. Tengin hafa einstakan hreyfanleika allt upp í +/-24 tommur og fást fyrir ýmsa miðla. Einnig fást þau sérhönnuð fyrir eldvarnarkerfi. Tengin geta tekið á sig mjög mikla hreyfingu og henta því sérstaklega vel á jarðskjálftasvæðum eins og t.d. Íslandi. „Ég var nýverið í Madrid til að ganga frá einkaumboði á þessum tengjum og öllum vörum þessa fyrirtækis í Evrópu. Þetta eru mjög spennandi tímamót og er samstarfið strax farið að skila sér bæði á Íslandi og á meginlandinu.

MetraFlex og MetraFire tengin eru fyrirferðarlítil og hægt að setja þau upp lárétt, lóðrétt, flétta saman eða hvernig sem hentar best við hverjar aðstæður.

Aðrar vörur sem þeir framleiða eru t.d stálbarkar til að tengja saman ofna í byggingum. Þetta er nokkuð sem hótel hafa verið að óska eftir, en þau glíma við það að ef hótelgestur rekst utan í ofn í einu herbergi þá berst hljóðið í næsta herbergi. Svona tengi tekur titringinn og dempar þar með hljóðið.

Við erum með breitt birgjanet og getum boðið upp á mjög fjölbreyttar vörur og lausnir. Við erum spennt fyrir framtíðinni og erum alltaf að bæta við okkur,“ segir Laila og hvetur alla til að fylgjast með heimasíðunni mdvelar.is og Facebook-síðu MD Véla: MD Vélar ehf, þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirtækið og fylgjast með því sem er að gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI