fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Hreiður: Frábærar vörur fyrir börnin

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Valgeir Ingason opnuðu vefverslunina hreidur.is í febrúar árið 2016. Verslunin hefur frá upphafi skapað sér sérstöðu með því að bjóða upp á gæðavörur sem eru í senn nýstárlegar og á afar hagstæðu verði. „Hreiður selur í raun allt fyrir börnin að undanskildum barnafötum og vöruúrvalið fer síbreikkandi. Við erum alltaf að taka inn nýjar og spennandi vörur. Og þar sem við flytjum inn vörurnar sjálf er engin yfirbygging í rekstri fyrirtækisins og því getum við boðið mun hagstæðara verð en ella,“ segir Guðrún.

 

Hlaupahjól sem stækkar með barninu

Vörur frá Globber eru áberandi í versluninni en um er að ræða framsækin hlaupahjól og hjólabúnað. Hreiður er eini aðilinn á Íslandi sem selur þessi hjól en Globber er margverðlaunaður framleiðandi og hjólin til í ýmiss konar útfærslu fyrir alla fjölskylduna.

Verðlaunuð hlaupahjól

Globber-hlaupahjólin hafa hlotið fjölda verðlauna og í fyrra hlutu ELITE-hjólin gullverðlaun ISPO AWARDS 2018 í Þýskalandi, í flokknum besta hlaupahjólið fyrir börn.

Vex með barninu

Ein áhugaverðasta varan er EVO COMFORT 4in1-hlaupahjól fyrir börn frá 15 mánaða aldri og upp úr. Hlaupahjólið vex með með barninu, svo þegar barnið er mjög ungt geta foreldrar teymt hjólið á meðan barnið situr á því. Svo er hjólinu breytt með einföldum hætti í hefðbundið hlaupahjól sem tekur allt að 50 kílóa þungan notanda. Globber-hlaupahjólin eru til í mörgum fallegum litum.

Jafnvægishjól fyrir sumarið

„Ný vara frá Globber er jafnvægishjól fyrir 2–5 ára, GOBIKE sem verður til sölu hjá okkur fyrir sumarið.“ Þess má geta að Hreiður selur einnig hlaupahjól og rafmagnshlaupahjól fyrir fullorðna sem eru afar vinsæl.

 

Flottir og traustir hjálmar

Mikið úrval er af öryggishjálmum fyrir börn og fullorðna frá Globber í Hreiðri. Hjálmarnir eru allir fyrsta flokks hágæða hjálmar, sérlega fallegir og litaúrvalið er afar breitt.

Caratero vagga og ferðarúm: Barnið sefur í jafnhæð við rúmið þitt

Framsækni og nýjungar einkenna vörurnar í Hreiðri og gott dæmi um það eru Sleep2gether-vaggan frá Caratero. Hægt er að stilla hæð rúmsins og festa við rúmið hjá foreldrunum og fella niður þá hlið rúmsins sem snýr að rúmi foreldranna, svo engin hindrun er á milli. Einnig er hægt að hafa það í halla ef barnið er með bakflæði. Rúmið er síðan fullkomnað með hlýju og vönduðu hreiðri sem er selt sér og barnið sett í og síðan ofan í rúmið.

 

Skemmtileg leikföng

„Frábærar sveigjanlegar bílabrautir frá hollenska leikfangahönnuðinum Waytoplay hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur undanfarið. Einnig er vert að kíkja á umhverfisvænu leikföngin frá Plan Toys og frábær mjúkdýr frá Bukowski Family. Við vorum að fá sendingu af gullfallegum vörum frá Sass & Belle sem eru tilvaldar í barnaherbergið og bíðum eftir fleiri vörum frá þeim. Við erum mjög dugleg að skoða það sem stendur til boða fyrir börnin og erum sífellt að panta inn nýjar vörur.“

Hér hefur aðeins fátt verið nefnt í vöruúrvalinu hjá Hreiðri. „Það er mjög gott að gera innkaup í aðgengilegri vefversluninni hreidur.is en það er líka þægilegt og skemmtilegt fyrir þá sem hafa tök á, að koma í verslunina í Auðbrekku 6, þreifa á vörunum og fá upplýsingar og ráðgjöf hjá okkur,“ segir Guðrún.

Vefverslunin sendir hvert á land sem er og pantanir yfir 10.000 krónur eru án aukagjalds.

Fylgstu með okkur á Facebook: Hreiður.is

Vefpóstur: hreidur@hreidur.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum