fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Þú finnur jólagjafirnar í Kúnígúnd

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2019 10:00

Kay ástarfuglarnir, ávallt vinsæl gjöf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar líður á desember eru margir á yfirsnúningi við að finna til jólagjafir handa fjölskyldu og vinum. Við tókum saman nokkrar jólagjafahugmyndir sem allar eru fáanlegar í versluninni Kúnígúnd í Kringlunni. Þannig ættu allir að fá þá eitthvað fallegt.

Iittala Ultima Thule-línan

Iittala-vörurnar ættu allir að þekkja og hafa þær reynst afar vel sem jólagjafir. Ultima Thule-línan er einstök og falleg en margir hafa safnað henni lengi og jafnvel erft í safnið frá ömmu. Ennþá bætast nýjar vörur inn í Ultima Thule-línuna og því má stöðugt á sig blómum bæta.

Royal Copenhagen í safnið

Það getur tekið langan tíma að koma sér upp góðu matarstelli sem endist lengi. Það er því mörgum kærkomið að fá fallega gripi í safnið, hvort sem það er sósubátur eða þessir tveir matardiskar sem vantaði í safnið. Hafið í huga hvort þiggjandi er að safna Blomst-línunni, Black Mega eða Blue Fluted-línunni. Mynstrin eru mörg en margir blanda þeim saman.

KitchenAid-aukaskálar

Það eru ekki margir sem stunda það að safna sér hrærivélum í mismunandi litum nema þá kannski þeir sem vinna við bakstur. En fallegar keramikskálar á KitchenAid-hrærivélina poppa upp útlitið og eru fullkomnar gjafir fyrir ánægða KitchenAid-eigendur. Skálarnar fást í mörgum litum og mynstrum og kosta aðeins 13.990 krónur.

Kay-ástarfuglarnir

Fallegu viðardýrin frá Kay Bojesen eru ótrúlega falleg gjöf sem er gerð til þess að endast. Svörtu ástarfuglarnir eru ný og vinsæl vara sem eru tilvalin jólagjöf, til dæmis fyrir parið sem er nýfarið að búa saman.

 

Georg Jensen-framreiðsluáhöld: jólatilboð

Hver væri ekki ánægður með vandaða gjöf sem bæði er paktísk og falleg? Framreiðsluáhöld frá Georg Jensen eru gjöf fyrir þá sem borða með augunum. Framreiðsluáhöldin eru á mjög hagstæðu jólatilboði í desember á aðeins 6.995 krónur í stað 10.590.

Damask-viskastykki

Georg Jensen Damask-viskastykkin eru frábær smærri jólagjöf fyrir þá sem eiga allt, því það má alltaf finna not og stað fyrir vönduð viskastykki. Þau fást í mörgum mynstrum og litum svo þú ættir að finna eitthvað við allra hæfi.

 

Peugeot-salt- og piparkvarnir

Hágæða salt- og piparkvarnir eru nauðsynlegar fyrir áhugakokkinn í fjölskyldunni. Fallegt á borði og svo vita allir sem elda að nýmalaður svartur pipar og flögusalt gera gæfumuninn fyrir bragðlaukana.

Le Creuset-skaftpottur

Skaftpotturinn frá Le Creuset er lífstíðareign úr steypujárni. Einstaklega fallegir pottar í góðri stærð sem leiða og halda hita vel. Fáanlegir í nokkrum litum.

Komdu í Kúnígúnd í Kringlunni eða á Glerártorgi, eða skoðaðu úrvalið í vefverslun Kúnígúndar kunigund.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum