fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Með handsprengju í rassgatinu!: Úr bókinni „Hann hefur engu gleymt … nema textunum!“

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn afkastamikli textahöfundur Þorsteinn Eggertsson er einn þeirra sem stígur fram á sviðið í hinni bráðskemmtilegu bók Hann hefur engu gleymt … nema textunum! sem inniheldur gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Gefum Þorsteini orðið:

„Rúnar Georgsson heitinn sagði mér þetta sjálfur.  Hann starfaði sem saxófónleikari í Stokkhólmi, líklega á sjöunda áratug síðustu aldar, og átti að eigin sögn alltaf í vandræðum með að kynnast konum.

Eitt laugardagskvöldið hljóp samt á snærið hjá Rúnari. Hann hitti unga, brosmilda konu í pásu á balli og hún var til í að vera með honum um kvöldið. Að dansleik loknum tóku þau leigubíl heim til hennar, en hún bjó í litlu þorpi fyrir utan Stokkhólm. Ekki gat hún þó boðið honum inn því mamma hennar var afskaplega ströng, eftir því sem hún sagði. Skildu þá leiðir og fór hann einn heim á hótelið, þar sem hann bjó, í leigubílnum.

Á leiðinni fann Rúnar, í innanávasa sínum, stóran Havana-vindil sem einhver hafði gefið honum. Hann kveikti í vindlinum og púaði út í loftið.

Þegar hann gekk inn á hótelherbergið og kveikti ljósið blasti við honum undarleg sjón. Herbergisfélagi hans, blökkumaður sem lék í sömu hljómsveit og hann, lá þar ofan á einni af herbergisþernunum og púlaði mikið á meðan stúlkan lá hreyfingarlaus undir honum og tuggði tyggjó. Hvorugt þeirra virtist taka eftir honum, þótt hann reyndi að heilsa upp á þau. Sængin hjá parinu var komin niður á gólf – og karlkyns mótleikarinn hamaðist þarna og hamaðist, með tilheyrandi búkhljóðum.

Nú ákvað Rúnar að bregða aðeins á leik. Hann tók vindilinn út úr sér og stakk honum á kaf í rassinn á blökkumanninum. Slökkti síðan ljósið, settist á rúmið sitt og fylgdist með aðförunum – sá glóðina í vindlinum alltaf ganga upp og niður í myrkrinu.

Allt í einu rak sá þeldökki upp skaðræðisvein, hljóp hring eftir hring í herberginu og reyndi að draga eitthvað út úr rassinum á sér. Loks náði hann vindlinum; starði á hann uppglenntum augum, hljóp að næsta glugga, opnaði hann og henti „aðskotahlutnum“ niður á götu.

Stelpan í rúminu reis upp og dæsti, hélt áfram að jórtra tyggjóið, klæddi sig og yfirgaf svæðið án þess að segja aukatekið orð.

Næstu dagar var blökkumaðurinn frekar fúll í garð Rúnars og ansaði honum ekki – fyrr en Rúnar spurði hvort eitthvað væri að.

„Eitthvað að?“ spurði herbergisfélaginn alveg gáttaður. „Varst það ekki þú sem settir handsprengjuma upp í rassgatið á mér?“

*

Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir var gestur á tónleikum Þuríðar Sigurðardóttur og fór að vanda á kostum.  Þau spjölluðu og grínuðust heilmikið á milli laga og meðal annars kom Jesú Kristur til tals. Þá sagði Óskar:
„Ég skil nú ekkert í mönnum að kalla það kraftaverk þegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma.  Heima í Skagafirði kallast þetta nú bara að brugga landa!“

*

Í þá daga þegar meðlimir Skriðjöklanna voru átta talsins og þóttu kostir þeirra allra mun fleiri en gallarnir. Eitt áttu þeir þó sameiginlegt. Þeir voru temmilega þjófóttir þegar nauðsyn krafði og eitt og eitt hljóðnemastatíf, fjöltengi og snúrur áttu það til að hverfa á þeim stöðum sem þeir spiluðu. Þannig spöruðu þeir fé til áfengiskaupa, að sögn eins þeirra.

En fleira létu þeir hverfa. Eitt sinn voru þeir að spila á Húsavík og þá tóku þeir Ragnar Gunnarsson – Raggi sót – og Logi Már Einarsson, seinna pólitíkus, tvo lúðrasveitarbúninga ófrjálsri hendi og klæddust þeim alla helgina. Upp komst um athæfið og voru þeir félagar nokkuð lúpulegir þegar brá af þeim áfengisvíman og þeir gerðu sér ferð til að skila búningunum, biðjast afsökunar og lofa bót og betrun.

*

Viðar Einarsson – Viðar Togga – í Vestmannaeyjum er mikill aðdáandi The Beatles. Eitt sinn spurði hann Árna Johnsen að því hvert væri besta lag allra tíma. Bætti svo við:

„Þetta áttu að vita, Árni, þú ert tónlistarmaður. Árni, er það ekki, ertu ekki tónlistarmaður, Árni? Það byrjar á Joð, Árni. Joð, veistu ekki hvaða lag þetta er?“

En Árni stóð gjörsamlega á gati. Kom engu lagi fyrir sig sem byrjar á Joð og varð því að játa sig sigraðan.  Þá heyrðist í Viðari Togga, stórhneyksluðum á vini sínum:

„Árni, ég trúi þessu ekki. Þetta er auðvitað Yesterday, Árni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7