fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Kynning

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 29. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Skóari opnaði þann fyrsta janúar 1984 og er eitt elsta skóviðgerðarverkstæði í Reykjavík. Daníel hefur verið í skóviðgerðarbransanum síðan 2014 og segir ætíð nóg að gera. „Það dalaði um tíma aðeins í rekstrinum en svo tók þetta við sér aftur. Hugsanlega hefur aukin umhverfisvitund þar eitthvað að segja, en fólk er augljóslega farið að hugsa meira og betur um umhverfið og nýtingu hlutanna,“ segir Daníel.

Gera við miklu meira en bara skó

Á skóviðgerðarstofunni er Daníel með heilar sex saumavélar sem allar gegna mismunandi hlutverki þegar kemur að störfum skósmiðsins. „Við skóararnir gerum líka miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum að sjálfsögðu í skóviðgerðum hvort sem um er að ræða sólaumskipti, viðgerðir á yfirleðri eða uppbyggingu á skóbotnum. En við erum einnig í því að gera við leðurjakka, töskur, hatta og margt fleira. Við segjum oft að ef enginn annar getur gert við það, þá endar það hjá skósmiðnum.“

Úr sér gengnir skór verða eins og nýir

Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir skó sem virðast vægast sagt orðnir úr sér gengnir. „Við erum að fá til okkar skó af ýmsu tagi. Sumir eru aðeins lúnir og þarf þá rétt að lappa upp á þá fyrir sérstök tilefni. Aðrir eru verr farnir og þá þarf að gera meira.

Hvað gönguskó varðar er það þekkt að eftir ákveðinn fjölda ára springa sólarnir upp sökum efnahvarfs sem á sér stað í millilagi sólans. Þetta lítur rosalega út en í flestum tilfellum er vel hægt að gera við skóna. Einnig er fólk að kaupa góða, notaða skó á lægra verði, kemur með þá til okkar og eyðir örlitlu í viðbót til þess að fá þá eins og nýja. Svo eiga margir skó af ömmum og öfum sem þá langar að koma í gagnið aftur. Það er allur gangur á þessu.

Í dag er enginn vandi að finna ódýra skó sem endast varla út árið og eru óþægilegir í þokkabót. En það borgar sig alltaf, fyrir budduna, umhverfið og heilsuna að fjárfesta í gæðum þegar kemur að skóm. Góða skó er hægt að gera við mörgum sinnum og við fyrstu viðgerð eru skórnir yfirleitt strax byrjaðir að borga sig. Skórnir sjálfir endast í langflestum tilfellum mun lengur en sólinn, enda er hann slitflöturinn á skónum og eyðist við hverja notkun. Ef það er gott í skónum og hugsað vel um yfirleðrið, þá kemur það fólki á óvart hversu lengi skórnir endast. Á mínum tæpum sex ára starfsferli hef ég oft fengið sama skóparið til mín í viðgerð oftar en ég get talið á fingrum annarrar handar.“

Skókassi með öllu tilheyrandi. Stórsniðug jólagjöf.

Þráinn Skóari er staðsettur að Grettisgötu 3, 101 Reykjavík

Sími: 552-1785

Tölvupóstur: leistiehf@gmail.com

Fylgstu með Þráni Skóara á Facebook: Þráinn Skóari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn