fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Uniconta – bókhaldskerfið sem allir eru að tala um

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 25. október 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uniconta er nýjasta og öflugasta bókhaldskerfið úr smiðju Eriks Damgaard. Erik er ókrýndur konungur bókhaldskerfanna, byrjaði ungur að árum að þróa bókhaldskerfi sem þúsundir fyrirtækja um allan heim hafa notað, t.a.m. Concorde XAL og Axapta. Microsoft keypti fyrirtæki hans fyrir um 200 milljarða króna árið 2001 og hafa lausnir hans verið flaggskipið í lausnaframboði hugbúnaðarrisans síðan þá.

Uniconta kom á markað í Danmörku og á Íslandi árið 2016 og hefur fengið frábærar viðtökur. Önnur kerfi komast ekki með tærnar þar sem Uniconta er með hælana þegar kemur að virkni og hraða. Kerfið er skýjalausn þar sem að öll gögn eru vistuð í ISO vottuðu skýjaumhverfi en notandinn vinnur með gögnin í gegnum forrit eða app á tölvu eða snjalltæki.

Hraði og virkni

„Okkar reynsla er sú að Uniconta sem skýjalausn er að skila gögnum mun hraðar en bókhaldskerfi sem eru á gagnaþjónum niðri í kjallara hjá fyrirtækjum, gögnunum er þjappað á snilldarlegan hátt þegar þau er sótt eða send upp í skýið,“ segir framkvæmdastjóri Uniconta á Íslandi, Ingvaldur Thor Einarsson.

Fjárhagskerfið er hjartað í Uniconta og tengist að fullu við allar kerfiseiningar eins og viðskiptavina- og lánardrottnakerfi, birgða-, framleiðslu-, verkbókhalds-, kröfu- og CRM-kerfi. Uniconta byggir á nýjustu tækni frá Microsoft og forritaskilum (API) þannig að einfalt er að láta gögn flæða á milli Uniconta annars vegar og launakerfa, vefverslana, bókunarkerfa o.s.frv. hins vegar. Þá er mjög fljótlegt að setja upp gagnvirka teninga í Excel eða PowerBI sem keyra á raungögnum úr Uniconta. Í dag eru á annað hundrað lausnir sem bjóða upp á tilbúnar tengingar við Uniconta.

Uniconta má nota á öllum tækjum: Windows- og Mac-tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.

Frábærar viðtökur

Uniconta er viðskiptalausn á heimsmælikvarða og styður nú þegar 30 tungumál. Kerfið er komið inn á nokkra markaði í Evrópu, Asíu og Mið-Austurlöndum. Fjöldi notenda hér á landi er kominn yfir eitt þúsund og vel á þriðja hundrað íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum nota nú Uniconta til að halda utan um fjármál og rekstur, birgðir, framleiðslu og verk.

Í dag eru flest íslensk fyrirtæki að nota gömul eða úrelt bókhaldskerfi með tilheyrandi kostnaði og takmörkun á framleiðni. „Hér eru þessi gömlu íslensku bókhaldskerfi eins og DK enn víða í notkun. Þessi kerfi voru smíðuð á síðustu öld og voru mjög fín á sínum tíma. Þarna var tækniumhverfið allt annað, nettengingar voru hægar og dýrar. Þessi kerfi byggja því á gamalli tækni sem verður flöskuháls víða. Notendur þurfa oft að vinna í gegnum fjarvinnsluviðmót sem var ásættanlegt fyrir einhverjum tíu árum en er ekki boðlegt í nútímaumhverfi.“ segir Ingvaldur. „Á hinum enda markaðarins eru stóru kerfin eins og Dynamics NAV sem eru einnig komin til ára sinna. Þessi kerfi eru dýr í innleiðingu og uppfærslur eru dýrar og flóknar. Uniconta er skýjalausn sem uppfærist sjálfkrafa þannig að fyrirtæki sem er í Uniconta þarf aldrei að ráðast í kostnaðarsama uppfærslu.“

Uniconta er því skynsamlegasta lausnin fyrir íslensk fyrirtæki.

Bókhaldskerfi hafa aldrei verið ódýrari

Uniconta er seld sem hugbúnaðarlausn í áskrift þar sem lægsta mánaðargjald er kr. 2.499 án VSK en sú áskrift hentar einyrkjum í einföldum rekstri. „Menn bæta svo við notendum, kerfiseiningum, færslum og viðbótarlausnum eftir þörfum. Viðskiptavinir sem skipta yfir í Uniconta eru að jafnaði að ná fram 50% sparnaði í rekstrarkostnaði bókhaldskerfis,“ segir Ingvaldur. „Þá er mun einfaldara að innleiða Uniconta en önnur kerfi og hægt að færa öll gögn úr gamla kerfinu yfir í Uniconta. Við aðstoðuðum t.d. lítið fyrirtæki um daginn við innleiðingu Uniconta og það tók klukkustund að koma öllum gögnum og færslum síðustu 10 ára úr gamla kerfinu yfir í Uniconta. Hjá stærri fyrirtækjum hleypur innleiðing á einhverjum dögum en ekki mánuðum eins og hjá mörgum af okkar keppinautum.“

Aldrei minni vinna við bókhaldið

„Við ætlum okkur ekki aðeins að lækka kostnað fyrirtækja við áskrift og innleiðingu viðskiptalausna, heldur viljum við einnig hjálpa þeim að spara dýrmætan tíma starfsmanna,“ segir Ingvaldur. Hjá meðalstóru fyrirtæki fara hundruð klukkustunda í innslátt og meðhöndlun fylgiskjala í hverjum mánuði. Í byrjun árs mun Uniconta kynna nýja lausn sem les upplýsingar af fylgiskjölum á stafrænu formi og færir inn í rétta reiti í kerfinu. Þetta mun spara alla innsláttarvinnu og nær útrýma mistökum.

Þetta er í takt við þriðju iðnbyltinguna þar sem að tæknin leysir af hólmi einföld, tímafrek verkefni sem eru endurtekin í gríð og erg. „Margir hafa spáð því að starf bókara muni leggjast af en okkar sýn er sú að þessi störf muni ekki leggjast niður – heldur breytast. Bókarar munu hafa tíma til að sinna greiningum og veita stjórnendum fyrirtækja endurgjöf um reksturinn. Þetta skapar mun meiri verðmæti fyrir alla en núverandi fyrirkomulag þar sem heilu stöðugildin eru að slá inn gögn af pappír og raða fylgiskjölum í möppur.

Uniconta er í stöðugri þróun og við leggjum okkur fram um að hlusta á óskir viðskiptavina okkar. Bestu hugmyndirnar koma frá fólkinu sem notar kerfið daglega til að leysa ýmis vandamál í rekstrinum og kallar eftir nýjum og snjöllum leiðum til að gera hlutina.“

Um Uniconta

Uniconta A/S er starfrækt í Danmörku og hefur um 30 starfsmenn á sínum snærum. Fyrirtækið er að mestu í eigu Eriks Damgaard en danskir lífeyrissjóðir lögðu til milljarða fjárfestingu á síðasta ári. Uniconta Ísland ehf. hefur dreifingarrétt á Uniconta hér á landi. Uniconta bókhaldskerfið er selt í gegnum fjölda sjálfstæðra sölu- og þjónustuaðila. „Við teljum að þetta sé besta leiðin inn á markaðinn. Viðskiptavinurinn getur valið þann þjónustuaðila sem hann treystir best en við höfum lagt mikla vinnu í að velja og þjálfa öfluga þjónustuaðila sem viðskiptavinir treysta.“

Sjá nánar á uniconta.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum