fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Gullkistan: Þjóðbúningasilfur og fleiri skartgripir í jólagjöf

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 19. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðbúningasilfur samanstendur af því sem fer á búningana. Það eru aðallega millur, borðar og belti, beltispör og slíkt,“ segir Dóra Jónsdóttir, gullsmiður hjá Gullkistunni, en hún hannar meðal annars þá dýrgripi sem prýða íslensku þjóðbúningana. Margt af þessu skarti er með flóknu mynstri og vaknar sú spurning hvort þetta sé ekki mjög vandasöm hönnun.

„Þetta er misjafnlega vandasamt, það eru svo mörg mismunandi mynstur en sum eru steypt; það er búið að gera steypuna einfaldari, áður fyrr var sandsteypt og vinnan við það mun seinlegri, en hún er orðin auðveldari með þessari nýju steyputækni sem komið hefur fram á seinni tímum,“ segir Dóra og heldur áfram: „Í víravirkinu er allt mynstur handgert. Sumar millurnar minna á fiðrildi og hafa því verið kallaðar fiðrildamillur,“ bætir Dóra við, en miklu meiri fróðleik má lesa um þetta forna skart á vefsíðunni thjodbuningasilfur.is.

 

Þjóðbúningasilfur í jólapakkann

Að sögn Dóru er þjóðbúningasilfur alltaf vinsæl fermingar- og útskriftargjöf fyrir stúlkur sem hafa áhuga á þjóðbúningum. Einnig er stórsniðugt að gefa silfrið í jólagjöf því sumar stúlkur eru svo fermdar í íslenska þjóðbúningnum.

Varðveita þekkinguna

Aðspurð hvort gamla handverkið sé nokkuð að glatast segir Dóra að það sé síður en svo hætta á því. „Gömlu hefðunum hefur alltaf verið haldið vel við hér á landi. Við höfum haft þónokkra lærlinga hjá okkur sem varðveita þekkinguna og þannig mun handverkið varðveitast áfram um ókomna tíð.“ Ásamt því að vera einn helsti fulltrúi þjóðbúningasilfursins á Íslandi þá sinnir Gullkistan að sjálfsögðu almennri þjónustu við gullsmíði svo sem hreinsun og lagfæringu og framleiðir ýmsa fallega gripi út frá eigin hönnun, enda leikur málmurinn í fagmannlegum höndum Dóru.

Dóra hannar þá margs konar aðra fallega skartgripi í ýmsum verðflokkum en hún býr yfir gífurlegri reynslu í faginu. Hún hóf að nema gullsmíði árið 1949, þá 18 ára gömul, og hefur ávallt síðan starfað í faginu, eða í 70 ár. Gullkistan er til húsa að Frakkastíg 10 og hefur verið þar síðan árið 1976.

Gullkistan á marga gamalgróna viðskiptavini, en að sögn Dóru eru margir viðskiptavinir hennar Íslendingar búsettir í Noregi. „Það er miklu meiri hefð fyrir notkun þjóðbúninga í Noregi og Íslendingar sem flytjast þangað kynnast þeirri hefð,“ segir Dóra. Þar sem Gullkistan er miðsvæðis koma margir erlendir ferðamenn í verslunina. Að sögn Dóru kaupa þeir sjaldan þjóðbúningasilfur heldur fremur smærri og ódýrari skartgripi. Hins vegar eru útlendingarnir forvitnir um þjóðbúningasilfrið og vilja fræðast um það.

Stórglæsileg sýning í Hörpu

Þess má geta að Félag íslenskra gullsmiða fagnar 95 ára afmæli á þessu ári og opnar í tilefni þess sýningu næstkomandi laugardag í Hörpu sem mun standa yfir tvær helgar. Á sýningunni verður íslenskt skart frá ýmsum tímum og áhersla er lögð á að sýna hve fjölbreytt handverkið hefur verið hér frá örófi alda. Dóra verður þar með fallega sýningargripi og er öllu áhugafólki um gullsmíði velkomið að kíkja við.

Sem fyrr segir er meiri fróðleik að finna á vefsíðunni thjodbuningasilfur.is en áhugasamir eru hvattir til að kíkja í Gullkistuna, Frakkastíg 10, og hver veit nema þar leynist hin fullkomna jólagjöf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7