fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Kynning

Toppur: Hámarks þjónusta frá toppi til táar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. september 2019 08:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifreiðaverkstæðið Toppur hefur verið þjónustuverkstæði fyrir BL í háa herrans tíð en verkstæðið sjálft hefur verið starfandi frá árinu 1980. „Ég stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og hef rekið það á sömu kennitölu alla tíð síðan. Toppur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki enda rek ég þetta með strákunum mínum tveimur. Konan mín starfar hér líka ásamt þremur öðrum starfsmönnum. Allir mínir starfsmenn eru menntaðir bifvélavirkjar nema einn reynslubolti sem hefur verið hjá okkur mjög lengi og býr að mikilli þekkingu,“ segir Sigurjón Harðarson, eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Fyrirtækið er mátulega stórt sem þýðir að þjónustan er á persónulegri nótum en gerist oft hjá stærri verkstæðum. „Við erum alltaf til taks þegar viðskiptavinir okkar þurfa að ná í okkur,“ bætir Sigurjón Harðarson við.

Mynd: Eyþór Árnason

Allar almennar bílaviðgerðir

Starfsmenn Topps eru sex talsins og sinna öllum almennum bílaviðgerðum og viðhaldi svo sem bremsuklossaskiptum og bremsuviðgerðum, tímareimaskiptum, hjólastillingu og kúplingaskiptum. „Við erum þó ekki að sinna málningu og bílaréttingum þó svo við gerum næstum því allt annað.“ Í gegnum tíðina hefur bílaviðgerðarbransinn breyst töluvert með tilkomu aukinnar notkunar á tölvustýringu í nýrri bílum. „Tímarnir breytast og mennirnir með og því höfum við fylgt þróuninni eftir með námskeiðum, verkfærum og fleiru til þess að geta sinnt öllum bifreiðaviðgerðum. Þá búum við að fullkomnustu bilanagreiningartölvum sem völ er á sem geta lesið og bilanagreint allar helstu bifreiðar.“

Mynd: Eyþór Árnason

Taka vel á móti öllum

Eins og áður sagði er Toppur meðal annars þjónustuverkstæði BL. „Við erum mikið til í þjónustueftirliti og ábyrgðarvinnu fyrir BL á Renault, Subaru og Nissan og uppfyllum allar þær kröfur sem þeir gera sem og alla staðla Bílgreinasambandsins. En að sjálfsögðu sjáum við um viðgerðir á öllum gerðum bíla og tökum vel á móti öllum viðskiptavinum.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á toppur.is

Skemmuvegur 34, Kópavogi

Sími: 557-9711

toppur@toppur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7