fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 30. mars 2019 08:00

Þegar veður leyfir þá er grillað í fjallinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skíðasvæðið í Dalvík er eitt best geymda leyndarmál skíðamannsins. „Svæðið er lítið og nánast alveg uppi við bæjardyrnar. Það er hálfvegis á láglendi og því státum við af sérlega góðu og lygnu veðri hér í brekkunum. Skíðasvæðið hefur að geyma ótal möguleika fyrir unga sem aldna skíðaiðkendur, byrjendur sem lengra komna. Við höfum einnig notið sérlega góðs skíðaveðurs í vetur og búin að hafa hvað flesta opnunardaga af öllum skíðasvæðunum,“ segir Gerður Olofsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur. Á staðnum er leiga á skíðabúnaði og brettum fyrir unga sem aldna. Því miður er ekki boðið upp á leigu á gönguskíðum.

Brekkur við allra hæfi

„Við erum með tvær skíðalyftur og troðum brekkurnar fyrir skíðaiðkendur á flestum getustigum. Þeir allra hörðustu taka lyftuna alla leið og ganga svo áfram upp á topp fjallsins með fjallaskíðin sín. Þaðan geta þeir rennt sér niður eftir ótroðnum leiðum í púðursnjó,“ segir Gerður.

Skíðasvæðið í Dalvík er lítið og þar liggur einmitt sjarminn. Svæðið er fullkomið fyrir minni hópa, fjölskyldur og vinahópa. „Fólki finnst notalegt að koma hingað því hér týnist enginn. Hér er fallegur skíðaskáli þar sem seldar eru veitingar eins og vöfflur og kakó. Einnig er gistiaðstaða í skálanum, bæði svefnpokapláss og sérherbergi með uppábúnum rúmum.

Einnig leggjum við gönguskíðabrautir þegar viðrar til þess. Gönguskíðahringurinn er í gullfallegum skógarreit hér neðan við skíðasvæðið. Gönguvanir geta jafnvel ákveðið að lengja ferð sína, t.d. alveg upp að Mosa. Ég mæli þá með að fólk fái ráðleggingar frá heimamönnum um skemmtilegar gönguskíðaleiðir.“

 

Páskagleði í fjallinu

Um páskana verður mikil gleði í fjallinu. „Við verðum með okkar árlega Páskaeggjamót fyrir litla skíðaiðkendur á aldrinum 3–8 ára. Stemningin er alltaf skemmtileg á þessu móti og allir fá páskaegg þegar þeir koma niður brekkuna. Einnig erum við með samhliða svigmót fyrir fyrirtæki. Þá keppa tveir í einu niður fjallið. Þetta er alltaf vinsælt og langflest fyrirtæki hér í bænum sem taka þátt í keppninni.“

Páskakanínan og Grýla.

Frítt er á svæðið fyrir börn á leikskólaaldri.
Opnunartími yfir páskana er frá 10–16 alla daga.
Sími: 466-1010
Endilega fylgist með okkur á skidalvik.is og á Facebook: Skíðasvæði Dalvíkur

 

Sundlaugin á Dalvík: Fullkominn endir á góðum skíðadegi

Eftir góða salíbunu í brekkunni er fátt betra en að skella sér í sjóðheitt sund. Á Dalvík er glæsileg sundlaug með 25 metra útisundlaug, vaðlaugum, lóni, tveimur stórum rennibrautum, köldum potti og tveimur heitum pottum ásamt gufu þar sem dásamlegt er að láta líða úr þreyttum vöðvum eftir langan dag í fjöllunum.

Lengdur opnunartími

„Sundlaugin var öll tekin í gegn árið 2017 og er ein hin glæsilegasta á svæðinu þótt ég segi sjálfur frá. Um páskahelgina höfum við ákveðið að færa opnunartímann til að koma til móts við skíðafólk,“ segir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Dalvík.

Um páskahelgina verður því opið frá 10–18. (Venjuleg helgaropnun er 9–17)
Annars er opið á mán.–fim. frá 6.15–20, fös. frá 6.15–19

Íþróttamiðstöð Dalvíkur

Svarfaðarbraut 34, Dalvík.
Sími: 460-4940
Nánari upplýsingar má nálgast á dalvikurbyggd.is og Facebook: Íþróttamiðstöðin á Dalvík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7