fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Kynning

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts: Fagmenn á sviði raftækni

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts er fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að veita viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu. Hvort sem þú þarft að fara í smá lagfæringar eða meiriháttar breytingar þá eru þeir með lausnina.

Víðtæk þjónusta

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts var upphaflega stofnað árið 1987 af Jens Pétri, en árið 2006 sameinuðu hann og sonur hans, Róbert Einar, krafta sína og stofnuðu þá Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts.

Rafmagnsverkstæði þeirra veitir mikla þjónustu á sviði raftækni. „Við erum í flestu sem tengist rafmagni, allt frá nýbyggingum, þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, brunavarnarkerfi, aðgangskerfi og margt fleira,“ segir Róbert Einar.

Stærsti hluti verkefna þeirra varðar þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, þó svo að inni á milli sé líka vinna við nýbyggingar.

Þeir feðgar hafa víðtæka reynslu á sviði raftækni og veita ráðgjöf í flestu sem spurt er um. Þeir vinna mikið við að að finna lausnir á vandamálum og veita ráðgjöf varðandi breytingar á húsnæði, til dæmis lýsingu, lagnaleiðum og fleira í þeim dúr.

 

Fá fagmann í verkið

Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts leggur mikla áherslu á að tryggja ánægju viðskiptavina með vönduðum vinnubrögðum, trausti og áreiðanleika í viðskiptum. Kostirnir við að láta fagmenn vinna verkið eru ótvíræðir. Oft á tíðum er það ekki alltaf ódýrast til að byrja með, en þegar upp er staðið þá má spara háar fjárhæðir með því að fá fagmenn í verkin.

Hægt er að hafa samband við Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts í síma 899-9554 (Róbert) eða senda tölvupóst á robbiraf@simnet.is

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri