fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Kynning

Sambahátíð í Selárdal laugardaginn 11. ágúst eftir verslunarmannahelgi: Fróðleikur, tónlist, matarkræsingar og margt fleira

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 11. ágúst verður Sambahátíðin haldin í Selárdal í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafn hátíðarinnar er dregið af gælunafni listamannsins Samúels Jónssonar sem lést árið 1969, en hann var ávallt kallaður Sambi.

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað vorið 1998 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Félagið hefur í hátt á annan áratug sinnt viðgerðum á listaverkum og byggingum Samúels. Gerhard König myndhöggvari hefur frá upphafi verið verkstjóri viðgerðanna. Sjálfboðaliðar frá hátt í 20 þjóðlöndum hafa komið að verkefninu. Nú hillir undir að hægt sé að taka hús Samúels í rekstur sem aðstöðuhús, kaffistofu, minjagripverslun og gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn og áhugafólk, í kjölfar velheppnaðrar söfnunar á Karolina Fund og framlaga frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ferðamálastofu og menningarmálaráðuneytinu.

Til að fagna þessum tímamótum efnir „Sambafélagið“ til Sambahátíðar laugardaginn 11. ágúst, eða um næstu helgi, fyrstu helgina eftir verslunarmannahelgina. Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði, föndur og leikir fyrir börn, gönguleiðsagnir, kvikmyndasýning, tónleikar Hallveigar Rúnarsdóttur, Teits Magnússonar í kirkjunni og fleiri í kirkjunni auk margra annarra atriða. Boðið verður upp á ljúffenga fiskisúpu, jarðeldað lambakjöt og kaffi og meðlæti.

Það er því sannarlega ástæða að gera sér ferð í Selárdalinn um helgina og njóta þessarar fjölbreyttu hátíðar. Hér er greinilega eitthvað við hæfi allra en ítarlega dagskrá gefur að líta hér að neðan.

Hér má einnig sjá vef safnsins en hann er í þróun

Dagskrá 20 ára afmælishátíðar Listasafns Samúels 11 – 12 ágúst:

Sambahátíð í Selárdal laugardaginn 11. ágúst

Dagskrá

12:00

Hádegisverður – kryddlegin heilgrillaður þorskur með brenndu smjöri og nýjum smákartöflum og fiskisúpa.

12:30 Hátíðin sett. Kári G. Schram kynnir dagskrána.

Gerhard König segir frá viðgerðum og vinnubúðum með Seeds.

13:00

Sólveig Ólafsdóttir segir frá hvernig var að alast upp í Selárdal.

Kristín Ólafsdóttir segir frá gönguleiðum í Selárdal og leiðir göngu um nágrennið. Fólk er beðið að hafa með sér gönguskó eða stígvél.

14:00

Fjóla Eðvarðsdóttir sér um föndurhorn þar sem litlar styttur verða málaðar.

Smiðja fyrir börn í umsjón Gerhards König.

15:00

Smábátakeppni

16:00

Kaffi með vöfflum og kleinum.

Pétur Bjarnason leikur á harmónikku.

17:00

Kvikmyndin Steyptir draumar sýnd í kirkju Samúels.

Kári G. Schram segir frá myndinni.

Ólafur Engilbertsson segir frá stofnun Félags um listasafn Samúels.

18:30

Kvöldverður – Kolagrafið lambalæri með rótargrænmeti.

20:00

Tónleikar í kirkjunni

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona flytur nokkrar söngperlur við undirleik.

Teitur Magnússon og hljómsveit.

22:30

Brenna í fjörunni.

Brekkusöngur. 20 kínverskum luktum sleppt.

Aðgangseyrir 2.500 kr. á svæðið en 6.000 með mat. Frítt fyrir börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7