fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Kynning

Gerðu vel við þig á KRYDD Veitingahús

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KRYDD Veitingahús er glænýr og glæsilegur veitingastaður í Hafnarfirði sem var opnaður í maí á þessu ári. Eigendur staðarins eru þrjú hafnfirsk pör, þau Hilmar Þór Harðarson og Hulda Heiðrún Óladóttir, Signý Eiríksdóttir og Jón Tryggvason, og Geirþrúður Guttormsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson. „Okkur bráðlangaði að opna veitingastað hér í hjarta Hafnarfjarðar sem bæri fram góðan mat í skemmtilegu og fallegu umhverfi og dúndrandi stemningu,“ segir Hilmar. Á fáum mánuðum hefur veitingastaðurinn fest sig rækilega í sessi sem einn besti og skemmtilegasti veitingastaður Hafnarfjarðar.

KRYDD Veitingahús
Girnilegur fiskur

Hollt í hádeginu

Í janúar ætla eigendur að bjóða upp á svokölluð Holl hádegi. „Nú er veganúar að renna í hlað og örugglega margir sem langar að borða hollari mat á nýju ári. Við ætlum að koma til móts við fólk á vinnumarkaðnum og vera með holl hádegishlaðborð þar sem fást næringarríkir hádegisréttir, flottir veganréttir og fiskur dagsins. Fólk getur skellt sér hingað í hádeginu í hollan hádegisverð og farið svo aftur í vinnu endurnært og stútfullt af vítamínum.“

Skemmtileg stemning og spennandi viðburðir

KRYDD Veitingahús er ekki bara veitingastaður heldur leggja eigendurnir upp úr því að gestir upplifi skemmtilega kvöldstund ásamt því að snæða gómsætan mat. „Við erum með skemmtilega tónlist, góða stemningin og létt andrúmsloft. Við erum dugleg að halda allskonar spennandi viðburði. Það er til dæmis „Sing along“ kvöld fyrsta föstudag hvers mánaðar. Hin landsþekkta söngkona Guðrún Árný kemur þá og syngur þekkta slagara og salurinn tekur undir. Það myndast alveg feiknagóð stemning á þessum kvöldum enda elska allir að syngja. Næsta Sing along kvöld verður 11. janúar. Einnig fáum við plötusnúða og skemmtilega gestgjafa til að rífa upp stemninguna.“ Viðburðir eru auglýstir á facebooksíðunni.

KRYDD Veitingahús

Drekkutími

Alla daga frá 16-18 er hamingjustund þar sem rautt, hvítt og danskt öl fæst á spottprís. „Einnig erum við með úrval kokteila á frábæru verði og ætlum ennfremur að gera vel við gestina og setja saman hamingjustundarseðil á kokteilum.“ Það er því um að gera að skella sér í létta hamingjustund áður en sest er að snæðingi á KRYDD Veitingahús.

KRYDD Veitingahús

Dýrindis kvöldstund

Einnig býður staðurinn upp á leikhús- eða tónleikamatseðil enda eru Bæjarbíó og Gaflaraleikhúsið staðsett í göngufjarlægð frá veitingastaðnum. „Við bjóðum upp á matseðla sem hentar þeim tímaramma sem fólk hefur. Fólk getur einnig komið hingað í tveggja rétta matseðil, skellt sér á tónleika eða í leikhús og komið svo aftur og fengið sér eftirrétt. Þá þarf ekki að gúffa í sig þriggja rétta matseðli heldur má gera aðeins meira úr kvöldstundinni.“

KRYDD Veitingahús

Matseðillinn á staðnum er að sama skapi fjölbreyttur og er hægt að fá allt frá heiðarlegum hamborgurum, hollum og góðum veganréttum upp í dýrindis steikur. „Hingað kemur afar fjölbreyttur hópur fólks, á öllum aldri enda er staðurinn fjölskylduvænn og stemningin frábær.“

Hilmar Þór Harðarson


Fyrirtækjaþjónusta

KRYDD Veitingahús býður einnig upp á þjónustu fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að hádegismat handa starfsmönnum sínum og annað hvort sótt á staðinn eða fengið sent í mötuneyti. „Fólk pantar sjálft af matseðlinum, hvort sem um er að ræða hádegisveganréttina, fisk dagsins eða af hefðbundnum hádegisréttaseðli.

Hægt er að nálgast vikuveganseðilinn á facebooksíðunni.

KRYDD Veitingahús
Sjáumst á KRYDD Veitingahús

KRYDD Veitingahús er staðsett að Strandgötu 34, Hafnarfirði

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu staðarins

Facebook

Instagram

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7