fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Kynning

Einstök upplifun í Hydra Flot Spa er uppáhaldsgjöfin í ár

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hydra Flot Spa er einstök heilsulind sem hefur vakið mikla athygli og pör og hjón sækja mikið í. Þar eru sérstakir flottankar þar sem gestir njóta þess að fljóta um í þyngdarleysi, en vatnið er blandað nærandi Epsom-salti og hitastig er það sama og húðin, sem veitir þá upplifun að svifið sé um í draumkenndu þyngdarleysi.

Aðrir sem sækja mikið í þessa einstöku heilsulind fyrir utan hjón og pör eru ófrískar konur, listafólk, íþróttafólk, fólk úr viðskiptalífinu, vaktavinnufólk, námsmenn og eldri borgarar. Allir njóta þessir hópar ólíkra kosta heilsulindarinnar. Sumir eru að leita eftir innblæstri, aðrir eru að hlaða batteríin, losa sig við streitu og hvílast.

 „Þetta fór fram úr mínum vonum var alger snilld. Svaf eins og engill í nótt. Náði magnaðri slökun og fann hvernig vöðvarnir drukku í sig næringu úr epsonsaltinu. Ég er dolfallinn og mun gera þetta reglulega.“ – Baldur E.

 „Besta sem ég hef nokkur tímann upplifað. Allur kvíði fór og þetta er en að virka 4 tímum eftir á. Mæli með þessu. Þetta er algjör lúxus. – Hulda K.

Einstakt tilboð sem gildir eingöngu út desember: Mikill afsláttur og hverri pöntun fylgir frír gjafapakki með lúxusboxi og baðsalti eða ilmolíumeðferð. Gjafabréf og aðildarkort renna ekki út og hægt er að deila þeim. Þess má geta að Hydra er að stækka og verður bætt við stöðum og herbergjum á næsta ári. Sjá nánar um gjafapakkana og fleira á jola.hydraflot.is. Þar er einnig hægt að panta gjafapakka. Gjafirnar eru sóttar að Rauðarárstíg 1 og er opið til kl. 14 á aðfangadag.

Lokað á áreitið um stund: dásamleg hvíld

Það er áhugaverð og heillandi hugmynd að svipta mann um stund öllu áreiti, að loka á skynfærin og vera fullkomlega einn með sjálfum sér um leið og líkaminn fær dásamlega hvíld. Þetta er eitthvað sem fólki finnst spennandi að prófa og þeir sem hafa gert það eru mjög hrifnir af upplifuninni og áhrifunum á líkama og sál.

Sjá nánar á vefsíðunni hydraflot.is og Facebook-síðunni Facebook.com/hydraflot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn