fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Kynning

Cobra: Sokkabúðin sem elskar alla

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sokkabúðin Cobra í Kringlunni hefur verið rekin af sömu fjölskyldunni í 20 ár. „Við höfum lagt áherslu á að vera með vandaðar vörur og persónulega þjónustu. Þá hjálpum við til við að finna út úr stærðum og bjóðum upp á að máta fjölmargar gerðir af sokkabuxum í versluninni,“ segir Oddný

 

FALKE: Þekkt fyrir gæði og góða endingu

„Lengst af höfum við verið með merkið Falke sem er þýskt og notar sérlega vönduð efni í vörurnar sínar. Falke er mjög sterkt í herrasokkum og í boði eru allt að 6 stærðir í mörgum gerðum, allt frá skóstærð 39 til 50.

Sokkabuxurnar frá Falke eru vel þekktar fyrir að vera þægilegar í sniðinu, koma í allt að 7 stærðum, eru mjúkar og endingin er frábær,“ segir Oddný. „Vinsælustu sokkabuxurnar okkar eru frá Falke og eru 100 den, alveg þekjandi og mjög endingargóðar. Á köldum haustdögum henta Soft Merino-ullarsokkabuxurnar frá Falke svo einstaklega vel. Það nýjasta frá þeim eru buxur í stærri stærðum eða allt upp í 3XL. Við erum afar ánægð með að geta boðið upp á stórar stærðir í tveimur lengdum þannig að allir ættu að gera notið gæðanna frá Falke,“ segir Oddný.

Langvinsælustu sokkarnir

Það lætur ekki mikið yfir langvinsælustu kvensokkunum í búðinni. „Þetta er vara sem spyrst út, þar sem við höfum ekki auglýst þá neitt sérstaklega. En þegar maður kemst á bragðið þá veit maður hvað góðir sokkar hafa fram yfir aðra. Þetta eru Falke-sokkar sem heita Cotton Touch og eru úr 65% bómull, endast mjög vel og passa vel í flesta skó,“ segir Oddný.

 

Wolford: Þægindi og frábær ending

Wolford er austurrískt merki og er þekkt fyrir mikil gæði. Sokkabuxurnar þeirra eru mjög slitsterkar og einstaklega þægilegar. „Þær eru dýrari en flest önnur merki en þær eru þess virði vegna þæginda og endingar,“ segir Oddný. Hún mælir sérstaklega með Wolford 66 den buxum með stuðningi upp fótlegginn, hæl og breiðu stroffi að ofan, þær séu mjög vinsælar.

Wolford-sokkabuxur með stuðning upp fótleggina

Hressandi marglitir og misstæðir sokkar

Af herrasokkunum þá eru Happy Socks vinsælastir enda auðvelt að dragast að litadýrðinni. Happy Socks eru ótrúlega líflegir og skemmtilegir sokkar í tveimur stærðum 36–40 og 41–16. „Það hressir heldur betur upp á daginn að byrja á því að skella sér í þá á morgnana. Þeir eru mjög vinsælir í gjafir og gjarnan kallaðir „forsetasokkarnir“,“ segir Oddný. Hún bætir svo við að Solemate-sokkarnir séu mjög marglitir og úr endurunninni bómull. „Sokkarnir eru ósamstæðir en mottó hönnuðarins er að „lífð sé of stutt til þess að setja saman sokka“,“ segir Oddný. Sokkarnir koma í þremur stærðum frá 35 til 41 og eru einstaklega vinsælir í gjafir.

Sokkarnir frá Soulmate lífga upp á daginn

„Að lokum langar okkur að þakka öllum okkar viðskiptavinum fyrir að koma til okkar. Án ykkar værum við ekki til!“ segir Oddný.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.cobra.is
Kringlunni 4–12, Reykjavík
cobra@leistar.is
http://www.cobra.is
Sími: 553-7010

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7