fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Kynning

Saxa Guesthouse & cafe: Góður áningarstaður á Stöðvarfirði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saxa er merkur og frægur sjávargoshver úti fyrir ströndum Stöðvarfjarðar sem gýs gjarnan í hvassviðri og vekur mikla aðdáun ferðamanna. Í höfuðið á þessari náttúruperlu er gisti- og veitingastaðurinn Saxa Guesthouse & cafe skírður.

Eigendur Saxa eru Ævar Ármannsson og Helena Hannesdóttir en á gistiheimilinu eru 16 herbergi og 31 rúm. Meirihluti gesta eru erlendir ferðamenn en staðurinn hentar líka vel til gistingar fyrir íslenska ferðamenn á ferðinni um landið í sumar. Hægt er að bóka gistingu einfaldlega með því að hringja í 5113055 eða með tölvupósti á netfangið saxa@saxa.is.

Saxa fær prýðilega dóma hjá notendum bókunarsíðunnar Booking.com og meðaleinkunnina 8,7.

Veitingastaðurinn á Saxa er fullkominn áningarstaður fyrir svanga ferðalanga á leið um Suðausturland. Veitingastaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá 11 á morgnana til 20 á kvöldin og gildir þessi tími út sumarmánuðina. Þungamiðjan er hádegisverður og kvöldverður en það er líka gott að fá sér síðdegishressingu, til dæmis kaffi og kökur eða rúgbrauð með laxi.

Þrír aðalréttir eru á matseðlinum: Ofnbakaður þorskur, plokkfiskur og lambakótelettur. Nokkrir smærri réttir eru líka á matseðlinum, til dæmis kjúklinganaggar.

Veitingastaðurinn tekur rúmlega 30 manns í sæti en auk þess er veitingasvæði utandyra sem er vinsælt þegar vel viðrar. Veitingastaðurinn er allvinsæll meðal ferðamanna sem eiga leið um héraðið.

Saxa Guesthouse & cafe er staðsett að Fjarðarbraut 41, Stöðvarfirði. Nánari upplýsingar um Saxa Guesthouse er að finna á booking.com og á Facebook-síðunni Saxa Guesthouse & Café.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7