fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Kynning

Hjólreiðakeppnin WOW Tour of Reykjavík er að bresta á: Skráðu þig núna!

Kynning
Kynningardeild DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 08:40

Ólafur Þórisson: WOW Tour

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin vinsæla hjólreiðakeppni WOW Tour of Reykjavík hefst undir lok föstudags. Skráning stendur fram á keppnisdag en eftir miðnætti á fimmtudagskvöld hækkar skráningargjaldið um 20%. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn en tilgangur hennar er tvíþættur: Annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum en hins vegar að efla hjólreiðar á afreksstigi hér á landi.

Keppnin hefst á föstudag kl. 18 í Lækjargötu þegar ræst verður í 125 km keppnina sem liggur eftir Mosfellsheiði til Þingvalla, hringur eftir Uxahryggjaveg og um Grafning og Nesjavelli til baka. Á laugardaginn eru hjólaðir fjórir 12,5 km hringir um miðborgina og eftir Sæbrautinni, konur kl. 16:00 og karlar kl. 18:00.

Skráning, kort og nánari lýsingar á hjólaleiðum er að finna á www.tourofreykjavik.is

Ung keppni í örri þróun

Leifur Geir Hafsteinsson er í mótstjórn og tekur sjálfur þátt í keppninni. „Keppnin í ár er aðeins sú þriðja í röðinni, þannig að það má segja að Tour of Reykjavík sé aðeins barn að aldri. Enda er hún í örri þróun og mikil vinna lögð í það frá ári til árs að styrkja og efla umgjörð keppninnar með virku samtali við hjólreiðafólk. Það er ekki sjálfgefið að lagt sé svo mikið púður í hjólreiðaviðburð fyrir almenning og mér finnst næstum vera skylda okkar hjólreiðaáhugamanna að styðja við viðburðinn með þátttöku og/eða sjálfboðaliðastarfi þannig að hann vaxi og dafni,“ segir Leifur.

Eitt af höfuðmarkmiðum keppninnar er að höfða til sem flestra og nú verður í fyrsta sinn boðið upp á skemmtilegan 2 km fjölskylduhring í kringum Tjörnina þar sem sápukúlur, reykur og tónlist munu skapa skemmtilega umgjörð fyrir 5-12 ára börn og foreldra eða ömmur og afa.

„Almenningshjólarar geta valið um að hjóla 50 km eða 125 km og þeir duglegustu í B-flokki geta nú í fyrsta sinn tekist á við báðar dagleiðirnar. Í 125 km dagleið B-flokks mega þátttakendur nýta sér kjölsog keppenda af hinu kyninu enda snýst andi B-flokksins meira um samvinnu en samkeppni. Í 50 km keppninni var aftur á móti ákveðið að halda kynjunum aðskildum til að minnka framúrkeyrslur, auka öryggi og veita báðum kynjum meira svigrúm til að hjóla á sínum forsendum. Atvinnumenn og harðir keppnishjólarar skrá sig svo í A-flokkinn, sem hjólar báðar dagleiðir á miklum hraða með það að markmiði að lágmarka samanlagðan heildartíma beggja dagleiða,“ segir Leifur.

Ólafur Þórisson: WOW Tour

Þung áhersla á öryggi keppenda

„Við leggjum þunga áherslu á að gera Tour of Reykjavík sem öruggasta og grípum til fjölmargra ráðstafana til að lágmarka líkur á slysum. Í 125 km keppninni fær hópurinn lögreglufylgd út úr borginni, fimm lögreglumenn á mótorhjólum fylgja keppendum og sjá til þess að stöðva umferð frá enda Nesjavallarafleggjarans og í endamark í Víðidal. Undanfari og dómarabílar fylgja fremsta hópi alla leið auk annarrar gæslu í brautinni. Nesjavallarvegur verður lokaður allri umferð meðan á keppninni stendur og umferð um Uxahryggjaveg takmörkuð. Ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki hafa verið rækilega upplýst um keppnina og beðin að taka tillit til keppenda á leiðinni.

Í 50 km keppninni verður keppt á alveg lokaðri 12,5 km braut, auk þess sem karlar og konur verða ekki í brautinni á sama tíma. Sú leið býður upp á frábært tækifæri fyrir óvanari hjólara að æfa sig í að hjóla í hópi við öruggar aðstæður.“

Leifur segir að erfitt sé að spá með nákvæmni fyrir um fjölda keppenda í ár en búast má við að þeir verði mörg hundruð: „Nú þegar er orðið ljóst að á annað hundrað keppendur munu hjóla krefjandi 125 km leið og við eigum von á talsvert fleiri í 50 km keppnina. Tveggja dag keppnin er t.d. fullkominn undirbúningur fyrir lið sem ætla að taka þátt í WOW Cyclothon og svo vonum við að fjölskyldur fjölmenni í skemmtihringinn og setji svip sinn á laugardagseftirmiðdaginn í miðborginni.“

Ólafur Þórisson: WOW Tour

Sumarhátíð íslensk hljóðreiðaáhugafólks

Leifur segir að jákvæður og uppbyggilegur andi einkenni Tour of Reykjavik og gaman sé að leyfa börnum að drekka í sig þessa stemningu frá unga aldri:

„Sýn okkar er sú að Tour of Reykjavík muni fljótt og örugglega þróast yfir í sumarhátíð íslensks hjólreiðaáhugafólks. Fjölskyldur rúlla saman niður í miðbæ til þess að fá sér kaffibolla og fylgjast með spennandi keppni, eða hvetja mömmu þegar hún tætir í sig 50 km brautina, nú eða til að hjóla saman nokkrar ferðir um skemmtihringinn og fá í verðlaun frítt á skauta.

Svo er gaman að segja frá því að fyrirtækjum býðst nú í fyrsta sinn að taka þátt í viðburðinum með því að niðurgreiða helming þátttökugjalds sinna starfsmanna og fá í staðinn auglýsingar í brautinni. Við vonumst til að þetta skapi stemmningu á vinnustöðum og lífgi upp á keppnisbrautina.“

Skráning og nánari upplýsingar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7