fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

Útboð og íhald

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. október 2016 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við formann Sjálfstæðisflokksins á RÚV fyrir viku kom fram að flokkurinn fer í kosningar með heildstæða stefnu um opinberan rekstur: Hvort heldur eru heilsugæslustöðvar eða hverasvæði, vegagerð eða annað, sætta Sjálfstæðismenn sig við að almenningur – ríkið – kosti starfsemina, setji ramma og eigi jafnvel grundvallareignir, bara ef reksturinn er boðinn út. Þeir reki Geysissvæðið sem bjóðast til að skila mestu í ríkiskassann fyrir réttinn til að selja inn, þeir reki heilsugæsluna sem bjóðast til að gera það með minnstum kostnaði fyrir skattgreiðendur, þeir leggi vegi sem bjóða lægst í framkvæmdirnar.

Útboð hvað sem það kostar

Vegirnir og Geysir verða því áfram þjóðareign og heilbrigðiskerfið áfram rekið í almannaþágu fyrir almannafé. Skynsamlegt var að halda vegum í almannaeign, þegar útboð hófust, vegna markaðsbresta sem tengjast almannagæðum. Í einkareknum heilbrigðisstofnunum eru einnig heilmiklir hagsmunaárekstrar sem þarf að varast og enda viðfangsefnin viðkvæm, þ.e.a.s. við kjósendahróin. Á Geysissvæðinu eru engin slík vandamál.

Nema í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi kemur hins vegar ekki til mála að þeir fái að veiða sem bjóðast til að greiða mest fyrir veiðiheimildir – þeir sem veiða með minnstum kostnaði og koma með mest verðmæti að landi. Hvort sem þeir síðan kjósa að vinna og selja aflann sjálfir eða nota markaðinn með því að fá aðra til að gera það hagkvæmar.
Þessi tregða flokksins gengur þvert á þá staðreynd að það er jafngilt að bjóða í heimildir til að gera út á fiskistofnana við Ísland og að bjóða í réttinn til að veiða ferðamenn við Geysi. Hvort sem menn vilja eiga hótelin og flugfélögin líka. Markaðsbrestinum við fiskveiðarnar hefur nefnilega verið eytt með skynsamlegri stýringu, sem hefur ekkert með eignarhaldið að gera. Ef íhaldið tryði í rauninni á brauðmolakenninguna, – að það sem er gott fyrir LÍÚ sé gott fyrir íslenska alþýðu – hefði það því gefið landeigendum Geysi. En brauðmolakenningin strandar á einkaréttinum.

Draugurinn í Sjálfstæðisflokknum

Af hverju stafar misræmið? Það stafar af draugahræðslu sem þjáð hefur forystu flokksins síðustu áratugi, þó með undantekningu. Þar á bæ er því trúað að ekki sé hægt að halda völdum í flokknum nema með velþóknun útgerðarinnar.

Rekinn upp á sand

Menn hafa reynt að snúa þessum flokki með rökum og með því að leiða fram suma af helstu hagfræðingum frjálshyggjunnar flokknum til uppeldis. Það var eins og að reyna að snúa olíuskipi – eða öllu heldur eins og að reyna að snúa strönduðum olíudalli, pikkföstum í fjöruleir. Ef hann losnar ekki af þessum festum hræðslu og þröngsýni, bíða hans sömu örlög og annarra skipshræja við Íslandsstrendur: Að ryðga í gegn, liðast sundur í brimrótinu og hverfa í öldurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld

Orðið á götunni: Fá milljarð gefins á ári en greiða 282 milljónir í veiðigjöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða