fbpx
Föstudagur 24.október 2025

Börnin trylltust yfir Circus Zoo

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. mars 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1951 kom Circus Zoo, sænskur sirkus með dýrum og fjölleikafólki, til landsins á vegum SÍBS. Var sýningunni ætlað að safna fé til að byggja upp vinnuskála við Reykjalund. Hundruð ungmenna biðu við höfnina þegar danska skipið Drottningin kom með sirkusinn til landsins. Þar var mikið af tömdum dýrum: ljónum, björnum, öpum og einnig fíllinn Baba, sem börnin voru svo áfjáð í að sjá að varnarlína lögreglunnar brast. Tjald var sett upp í Skerjafirði og aðsóknin var gríðarleg. Auk dýranna mátti sjá loftfimleikafólk, trúða, marokkóska fimleikamenn og pólskan dverg. Ekki voru allir sáttir við komu sirkussins því að sumir töldu að verið væri að sóa verðmætum gjaldeyri í skrípalæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“