fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Óvenjuleg refsing í máli manns sem ók á 66 ára konu

Er þetta eitthvað sem mætti gera meira af?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Baltimore í Bandaríkjunum hefur dæmt hinn 33 ára Johnathan Derek Simms í átján mánaða fangelsi fyrir að verða 66 ára konu, Louisu Donner, að bana í apríl 2016. Simms ók á Donner þegar hann var á flótta undan lögreglu. Auk þess þarf hann að sinna samfélagsþjónustu í 500 tíma.

Það sem er þó einna óvenjulegast við refsinguna – eða betrunina – er sú staðreynd að dómari dæmdi Simms einnig til að ganga um með mynd af Donner í vasanum næstu sex árin. Hvert sem hann fer verður hann að vera með mynd af henni á sér.

Dómari í málinu, Ronald Silkworth, sagðist hafa trú á því að Simms sæi eftir gjörðum sínum og hans gæti beðið björt framtíð. En, mikilvægt væri fyrir hann að gleyma ekki afleiðingum gjörða sinna og ein leiðin í þeirri viðleitni væri að ganga um með mynd af fórnarlambinu í málinu.

„Ég held að þú sért ekki illa innrættur einstaklingur og tel að þú eigir framtíð,“ sagði dómarinn sem hefði getað dæmt Simms í tíu ára fangelsi vegna málsins.

Sitt sýnist hverjum um þessa refsingu og eru aðstandendur Louisu í hópi þeirra sem eru ósáttir. Kerri Donner, dóttir Louisu, las upp yfirlýsingu fyrir dómi þar sem hún sagði meðal annars að dauði móður hennar hefði haft veruleg áhrif á hana. Sagðist hún telja að Simms ætti skilið að fá mun harðari refsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta í fari Vilhjálms fer mest í taugarnar á Katrínu

Þetta í fari Vilhjálms fer mest í taugarnar á Katrínu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun