fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

„Sá sem er ábyrgur fyrir þessu veðri óskast handtekinn“

Lögreglan á Suðurnesjum lofar skilvísum finnanda pylsu og kók

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum er allt annað en sátt við hráslagalegt veður undanfarna daga enda gaf veðrið um síðustu helgi fyrirheit um sumar og sól. Embættið hefur því gripið til sinna ráða og hyggst hafa hendur í hári sökudólgsins.

Auglýsing sem birt var á fésbókarsíðu lögreglunnar fyrr í dag hefur vakið mikla kátínu en þar óskar lögreglan eftir því að handtaka þann aðila sem ber ábyrgð á veðrinu undanfarna daga.

„Sá sem finnur þann sem er ábyrgur fyrir þessu veðri skal færa kauða til lögreglunnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ kemur fram í tilkynningunni og lofar lögreglan að sökudólginum verði vísað úr landi þegar í stað. Þá er skilvísum finnanda lofað pylsu og kók í fundarlaun.

Augljóst er að þessi óvenjulega auglýsing fellur vel í kramið hjá fylgjendum lögreglunnar á fésbókinni en í athugasemdum undir færslunni er slegið á létta strengi. Þannig játa nokkrir fylgjendur hiklaust á sig sökina á meðan aðrir benda á vini og kunningja og hvetja þá til að stíga fram og játa á sig „glæpinn.“

Einn netverji reynir að koma sökinni yfir á hinn landsþekkta veðurfræðing Sigurð Þ. Ragnarsson eða Sigga Storm og annar kveðst hafa gefið sig fram fyrir löngu. Óskar sá hinn sami eftir því að vera sendur til Kanaríeyja. Annar netverji er með nafn sökudólgsins á hreinu:

„Hún heitir Lægð og er frá Grænlandi. Svo er besti vinur hennar Kári sonur Kuldabola,þau standa þétt saman og mjög erfitt að handsama þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn