fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Yfirgefin geimstöð í óbyggðum Kasakstans

Tvö geimför safna ryki í yfirgefinni byggingu í eyðimörk Kasakstans

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í yfirgefinni og klunnalegri byggingu, langt inn í eyðimörk Kasakstans, er nokkuð sem fáir reikna með að rekast á á ferðum sínum um óbyggðir Mið-Asíu. Fyrir innan luktar dyr er ekki bara að finna eina heldur tvær rykfallnar geimflaugar sem Sovétmenn byggðu fyrir margt löngu.

Mynd: Ralph Mirebs

Ljósmyndarinn Ralph Mirebs heimsótti þennan merkilega stað fyrir nokkrum misserum, en byggingin sem hýsir geimskutlurnar tvær er á Baikonur-svæðinu, hinu sama og Geimvísindastofnun Sovétríkjanna og síðar Rússlands hafði og hefur raunar enn aðsetur.

Baikonur-svæðið er sögufrægt en það var eitt það fyrsta og stærsta sinnar tegundar í heiminum. Uppbygging á svæðinu hófst á sjötta áratug tuttugustu aldar þegar geimferðarkapphlaup Bandaríkjanna og Sovétmanna fór af stað. Sovétmenn lögðu gríðarlegan metnað í að byggja svæðið upp og tókst það býsna vel enda var fyrsta mannaða geimfarinu, Vostok 1, skotið á loft frá Baikonur árið 1961.

Mynd: Ralph Mirebs

Þó að Sovétmenn og síðar Rússar (sem leigja Baikonur-svæðið af Kasökum) hafi dregið úr útgjöldum til geimferða á síðustu árum er svæðið enn í fullri notkun þó þessi tiltekna bygging, sem fjallað er um hér að framan, megi muni fífil sinn fegurri. Síðustu áratugina hafa geimförin tvö safnað ryki og eru í dag lítið annað en minnisvarði um geimsögu Sovétmanna.

Geimförin voru smíðuð fyrir hina metnaðarfullu Buran-áætlun Sovétmanna sem sett var á laggirnar árið 1974 en slegin af árið 1993. Buran-áætlunin náði litlu flugi og var afraksturinn aðeins ein ómönnuð ferð út í geim árið 1988. Fjárskortur og pólitískur óstöðugleiki í Sovétríkjunum varð svo til þess að áætlunin var sett á ís stuttu síðar, áður en hún var formlega slegin af árið 1993 eftir ákvörðun Boris Yeltsin Rússlandsforseta.

Síðan þá virðast að minnsta kosti tvö af geimförum Buran-áætlunarinnar hafa gleymst í byggingunni á Baikonur-svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið