fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Vandræðalegt atvik hjá BBC: Rugluðu forsætisráðherra Skotlands við górilluna Kumbuka

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 16. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræðalegt atvik átti sér stað í morgunþætti breska ríkissjónvarpsins BBC Breakfast. Annar kynnir þáttarins, Naga Munchetty, tilkynnti sjónvarpsáhorfendum að von væri á skoska forsætisráðherranum Nicola Sturgeon í þáttinn. Tilgangur heimsóknarinnar væri sá að ræða möguleikann á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Í stað þess að sýna mynd af Sturgeon blasti við myndskeið af annarri sjálfstæðishetju, górillunni Kumbuka, sem nýlega braust út í frelsið úr dýragarðinum í London. Af myndskeiðinu að dæma hafði Kumbuka engan áhuga á að ræða sjálfstæði Skotlands.

Meðstjórnandi Munchetty, sjónvarpsmaðurinn Charlie Stayt áttaði sig strax á mistökunum og baðst afsökunar á þeim. . Skömmu seinna birtist Sturgeon sjónvarpskjá í símaviðtali og þátturinn hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist, að því undanskildu að þáttastjórnendur áttu erfitt með að halda aftur af hlátrinum.

Í tilefni þessarar skemmtilegu uppákomu rifja erlendir fréttamiðlar upp atvik þar sem veðurfréttamaðurinn Simon McCoy greip pakka af prentpappír í misgripum fyrir ipad-inn sinn og ríghélt í pakkann í útsendingunni þrátt fyrir að lítið gagn væri af honum.

Hér má sjá atvikið með Sturgeon og Kumbuka:

Mccoy í miðjum ipad-ruglingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag