fbpx
Sunnudagur 26.október 2025

Vandræðalegt atvik hjá BBC: Rugluðu forsætisráðherra Skotlands við górilluna Kumbuka

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 16. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræðalegt atvik átti sér stað í morgunþætti breska ríkissjónvarpsins BBC Breakfast. Annar kynnir þáttarins, Naga Munchetty, tilkynnti sjónvarpsáhorfendum að von væri á skoska forsætisráðherranum Nicola Sturgeon í þáttinn. Tilgangur heimsóknarinnar væri sá að ræða möguleikann á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Í stað þess að sýna mynd af Sturgeon blasti við myndskeið af annarri sjálfstæðishetju, górillunni Kumbuka, sem nýlega braust út í frelsið úr dýragarðinum í London. Af myndskeiðinu að dæma hafði Kumbuka engan áhuga á að ræða sjálfstæði Skotlands.

Meðstjórnandi Munchetty, sjónvarpsmaðurinn Charlie Stayt áttaði sig strax á mistökunum og baðst afsökunar á þeim. . Skömmu seinna birtist Sturgeon sjónvarpskjá í símaviðtali og þátturinn hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist, að því undanskildu að þáttastjórnendur áttu erfitt með að halda aftur af hlátrinum.

Í tilefni þessarar skemmtilegu uppákomu rifja erlendir fréttamiðlar upp atvik þar sem veðurfréttamaðurinn Simon McCoy greip pakka af prentpappír í misgripum fyrir ipad-inn sinn og ríghélt í pakkann í útsendingunni þrátt fyrir að lítið gagn væri af honum.

Hér má sjá atvikið með Sturgeon og Kumbuka:

Mccoy í miðjum ipad-ruglingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“

Standa undir 40% ráðstöfunartekna sveitarfélagsins en fá ekki að hafa rödd – „Og hvað fáum við fyrir fasteignagjöldin okkar?“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“

Matthías lýsir erfiðri ákvörðun fyrir nokkrum árum – „Það var ekki allt í lagi í kringum liðið“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nafn mannsins sem lést eftir voðaskotið í Árnessýslu

Nafn mannsins sem lést eftir voðaskotið í Árnessýslu
Matur
Fyrir 8 klukkutímum
Karamellukröns sörur
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu
Pressan
Í gær

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans