fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Sjómaður fann dularfullan hnullung í hafinu: Mörgum árum síðar kom dálítið merkilegt í ljós

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaður á Filippseyjum yppti hálfpartinn öxlum þegar hann snéri heim með dularfullan hnullung úr einum af fjölmörgum leiðöngrum sínum. Akkerið á báti hans hafði setið fast á botni sjávar og þegar hann skoðaði hvers kyns var kom hann auga á hnullunginn dularfulla.

Nú, um tíu árum síðar, leikur grunur á að sjómaðurinn ónafngreindi hafi fundið stærstu perlu sem fundist hefur. Hún vegur hvorki meira né minna en 34 kíló en sérfræðingar rannsaka nú hvort um ósvikna perlu sé að ræða. Ef svo er gæti verðmæti hennar numið að lágmarki hundrað milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum tólf milljörðum króna.

Í frétt Time kemur fram að sjómaðurinn hafi fundið perluna skammt frá Palawan-eyju á Filippseyjum fyrir rúmum áratug. Hann ákvað að taka perluna með sér heim þar sem hann geymdi hana undir rúmi. Taldi sjómaðurinn að perlan myndi færa honum gæfu en að öðru leyti hugsaði hann lítið um hana.

Það var svo fyrir skemmstu að maðurinn seldi hús sitt að hann ákvað að fara með perluna til frænku sinnar, konu að nafni Aileen Cynthia Maggay-Amurao. Hún kom perlunni til bæjarstjórans í Puerto Princesa sem vildi endilega fá að sýna gestum og gangandi perluna í húsakynnum bæjaryfirvalda. Þá fóru hjólin að snúast og hafa yfirvöld nú leitað á náðir sérfræðinga til að rannsaka perluna og fá úr því skorið hvort hún sé ósvikin.

Stærsta perla sem fundist hefur fannst árið 1939 og var það á þessum slóðum, nærri Palawan, sem perlan fannst. Hún vó 6,4 kíló og var metin á 93 milljónir dala árið 2003.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina

Sterklega orðaður við endurkomu til heimalandsins – Gæti kvatt úrvalsdeildina
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team