fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Þessi maður hefur verið eini íbúi þorpsins síðustu tíu ár

Tók hann langan tíma að venjast einsemdinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 06:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liu Shengija hefur síðastliðinn áratug búið einn í þorpinu Xuenshanshe í Kína. Þorpið sem um ræðir er í norðvesturhluta Gansu-héraðs.
Að sögn Liu bjuggu eitt sinn tuttugu fjölskyldur í þorpinu. Þeim fór fækkandi á síðari hluta 20. aldar, eða allt þar til Liu var einn eftir. Sumir fluttu í leit að betra lífi áður en aðrir dóu á gamals aldri.

Síðan árið 2006 hefur Liu átt heima einn í þorpinu, eða síðan eftir dauða móður hans og yngri bróður. Sömuleiðis fluttu síðustu íbúar þorpsins á brott þetta árið. Liu vandist einsemdinni og lærði að bjarga sér á eigin spýtur.

„Fyrst um sinn var erfitt að sofna á nóttunni á meðan ég heyrði gólið í hundunum hér úti,“ sagði Liu í samtali við People’s Daily sem bætir við að hann hafi félagsskap af búfénaði. Það hafi þó tekið langan tíma að venjast því að vera einn.

Liu starfar sem eftirlitsmaður á svæðinu, en um er að ræða hlutastarf. Þá fylgist hann með skóglendinu í nágrenni bæjarins og þannig nær hann endum saman. Fyrir þetta fær hann um 700 yuan á mánuði, sem eru rúmar 13.000 krónur.

Liu starfar sem eftirlitsmaður fyrir skóglendi svæðisins.
Að störfum. Liu starfar sem eftirlitsmaður fyrir skóglendi svæðisins.

„Að búa hér er ekki vandamál fyrir mig. Ég stefni að því samt sem áður að flytja á stað þar sem fleiri búa,“ sagði hann.

Þrátt fyrir einmanaleikann sagði Liu við blaðamann People Daily, það vera nokkrum kostum búið að hafa heilt þorp út af fyrir sig. Hann gæti til dæmis valið hús til að búa í, en þess má geta að mörg húsanna hafa enn að geyma hluti frá fyrri eigendum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik

301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast úr opnum leik
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið