Föstudagur 24.janúar 2020

Vandræðaleg þögn

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 14. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vika er langur tími í pólitík. Klaustursfárviðrið er rétt gengið yfir þó að gera megi ráð fyrir að einhverjar vindhviður muni gjósa upp næstu vikur og mánuði út af mögulegri glímu uppljóstrarans Báru Halldórsdóttur við íslenskt réttarkerfi. Óvíst er hvort Bára verði sú sem þarf að gjalda þá byltu dýru verði.

Strax gýs upp nýr stormur og ekki síður alvarlegur. Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli að fara í tveggja mánaða leyfi vegna óeðlilegra samskipta við blaðamanninn Báru Huld Beck. Síðar kemur í ljós að túlkun, eða öllu heldur, upplifun Ágústs Ólafs á atburðarásinni er talsvert léttvægari en upplifun Báru Huldar. Óvíst er hvort þingmaðurinn eigi afturkvæmt á Alþingi, rétt eins og þingmenn Miðflokksins sem einnig fóru í leyfi.

Öll þessi umræða verður til þess að eldra mál gýs upp á yfirborðið. Meint kynferðisleg áreitni fyrrverandi Alþingismannsins Helga Hjörvars í garð nokkurra kvenna. Sögusagnir um slíka háttsemi þingmannsins hafa lengi grasserað án þess að þær hafi birst á síðum fjölmiðla áður.

Þegar DV og Stundin kepptust við að birta fréttir upp úr Klaustursupptökunum þá var lítill skortur á fordæmingu Samfylkingarfólks. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vandaði sexmenningunum ekki kveðjurnar. Þá lýsti hann því yfir að hann treysti sér ekki til þess að senda fundarboð á Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fundar formanna stjórnarandstöðuflokka sem fram fór í síðustu viku. Vandlæting Loga var algjör. Flokkssystir hans, Helga Vala Helgadóttir, tók sama pól í hæðina. Þegar Sigmundur Davíð fór í ræðupúlt Alþingis og þingkonan Þórunn Egilsdóttir gekk út úr fundarsal Alþingis þá eygði Helga Vala tækifæri til þess að komast í fjölmiðla og rauk einnig á dyr.

Þögn þessa sama fólks í tengslum við mál Ágústs Ólafs og Helga er nánast ærandi. Logi hefur neitað að tjá sig um hvort Ágúst eigi afturkvæmt á Alþingi og hefur nálgast málið líkt og jólaköttur í kringum heitan möndlugraut. DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Loga síðustu daga vegna málsins og hefur blaðið fengið þau skilaboð að formaðurinn hafi sagt allt sem hann vill segja um málið. Sömu sögu er að segja af Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingar, sem hefur ekki svarað DV vegna málsins.

Það skal enginn halda öðru fram að en að allir þingmenn Samfylkingarinnar hafi vitað af málum Helga sem og máli Ágústs. Þögnin er vandræðaleg en hræsnin beinlínis yfirgengileg.

Leiðari helgarblaðs DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Mane hefur ekki hringt í Klopp – ,,Ég krosslegg fingur“

Mane hefur ekki hringt í Klopp – ,,Ég krosslegg fingur“
433
Fyrir 2 klukkutímum

Newcastle fékk öflugan vængmann frá Inter

Newcastle fékk öflugan vængmann frá Inter
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Vísindafélag Íslands vill 800 milljónir á ári

Vísindafélag Íslands vill 800 milljónir á ári
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra

Nýir sjálfsalar hjá Olís valda uppnámi: Of háar upphæðir virðast teknar af debetkortum – Tæknivilla sem verið er að lagfæra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Tjarnarbíó fær 20 milljónir frá Reykjavíkurborg

Tjarnarbíó fær 20 milljónir frá Reykjavíkurborg
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Taugaveiklaður bílstjóri kom upp um sig – Farmurinn metinn á hálfan milljarð

Taugaveiklaður bílstjóri kom upp um sig – Farmurinn metinn á hálfan milljarð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er nýja kærasta Kolbeins Sigþórs: „Heppnust í heiminum með bóndann“

Þetta er nýja kærasta Kolbeins Sigþórs: „Heppnust í heiminum með bóndann“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrverandi leikmaður Southampton og Portsmouth í verulega vondum málum

Fyrrverandi leikmaður Southampton og Portsmouth í verulega vondum málum