fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
FréttirLeiðari

Opinberir starfsmenn á flótta undan blaðamönnum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 20:00

Björn Óli Hauksson Forstjóri Isavia Mynd/Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur vikum fjallaði DV um afar einkennilegt mál sem meðal annars snýr að starfsemi fyrirtækis á Reykjavíkurflugvelli sem Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, veitir forstöðu. Það furðulega mál verður ekki rakið frekar hér en við vinnslu þess kviknuðu áleitnar spurningar um öryggismál á flugvellinum sem er vinsæll áfangastaður einkaflugvéla víða að úr heiminum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Einn blaðamaður DV, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, tók að sér að skoða málið nánar og vinna að frekari umfjöllun. Þegar hann var búinn að lesa sér til um hvaða reglur eiga að gilda hófst hann handa við að óska eftir viðtölum við þá aðila sem ættu að hafa svör á reiðum höndum. Það hefur ekki gengið eftir.

Til að mynda hefur Bjartmar ítrekað óskað eftir viðtali við Björn Óla Hauksson, forstjóra ISAVIA, sem og Ingólf Gissurarson, flugvallarstjóra Reykjavíkurvallar. Fyrst voru svör upplýsingafulltrúans, Guðjóns Helgasonar, á þá leið að Björn Óli væri mjög upptekinn og gæti því ekki veitt viðtal en Ingólfur væri í sumarleyfi erlendis. Bjartmar hugðist bíða rólegur og hefur síðan ítrekað beiðni sína. Nýjustu svörin voru á þá leið að öryggismál og flugvernd á flugvöllum væru flókin viðfangsefni og því sæju Björn Óli og Ingólfur sér ekki fært að veita viðtal.

Sama gildir um Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu. Hann var erlendis þegar blaðamaður óskaði eftir viðtali og því sagðist Bjartmar geta beðið rólegur þar til forstjórinn væri kominn aftur til vinnu. Þá barst ófrávíkjanleg krafa þess efnis að forstjórinn fengi sendar spurningar blaðamanns í tölvupósti þar sem „um viðkvæm öryggismál væri að ræða“. Enginn viðtalstími hefur enn verið bókaður.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Ingólfur Gissurarson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar.

Bjartmar hefur einnig óskað eftir viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra vegna málsins. Ekki var hægt að bóka viðtalstíma því mikið var að gera hjá ráðherra. Það er víst í skoðun og aðeins ef spurningar eru sendar fyrirfram.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu óþolandi og hreinlega andlýðræðislegt þetta viðmót er. Það er einfaldlega skylda opinberra starfsmanna og kjörinna fulltrúa að leggja sig fram við að svara spurningum fjölmiðla, jafnvel þótt þær séu óþægilegar. Leyndarhyggja á ekki að líðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“