fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tveggja metra reglan ekki virt á veitingastöðum – Fíkniefnamál

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 06:23

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur veitingastöðum í miðborginni þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Starfsmenn staðanna brugðust við og færðu borð og stóla og báðu gesti um að færa sig til að tryggja að reglurnar væru virtar. Skýrsla var rituð um málið.

Í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af manni í Breiðholti. Þegar ræða átti við manninn hljóp hann af stað en laganna verðir náðu honum. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna og að hafa ekki farið að fyrirmælum lögreglu.

Skömmu síðar var maður handtekinn í Breiðholti vegna gruns um að hann væri að rækta fíkniefni. Hald var lagt á rúmlega 20 plöntur auk tilbúinna efna og tækja. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Ekið var á kind og tvö lömb á Kjósarskarðsvegi í gærkvöldi. Flytja þurfti bifreiðina á brott með dráttarbifreið.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og að hafa ekið sviptur ökuréttindum.

Umferðaróhapp varð í Kópavogi í nótt og reyndist ökumaður, sem átti aðild að því, vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“