fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Svara sorpblöðrum með háværum áróðri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júní 2024 10:00

Norður-Kóreubúar hafa sent mikið magn af ruslblöðrum yfir til nágranna sinna í suðri. Suður-Kóreumenn svara með háværum skilaboðum um hvað allt sé ömurlegt í norðri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóresk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja útsendingar á pólitískum skilaboðum sem beint verður til þegna Norður-Kóreu í gegnum öfluga hátalara. Aðgerðin er mótleikur við blöðrum, fullum af rusli, sem Norður-Kórea hefur látið svífa yfir til landamærin til nágranna sinna í suðri. Sex ár eru síðan að Suður-Kórea kom skilaboðum með sambærilegum hætti til Norður-Kóreubúa en þarlend stjórnvöld líta á áróðurinn sem stríðsaðgerð og hafa áður hótað að gera loftárásir á hátalarana.

Um þrjú hundruð ruslblöðrur voru sendar frá Norður-Kóreu um helgina en um áttatíu þeirra náðu yfir landamærin til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Norðrinu hófu að senda ruslblöðrunar á loft eftir að aktívistar í Suður-Kóreu fóru að senda slíkar blöðrur sem innihéldu meðal annars bréf þar sem Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var gagnrýndur sem og dollaraseðla og minnislykla sem innihéldu suður-kóreska popptónlist sem er stranglega bönnuð hjá nágrönnunum.

Nágrannaþjóðirnar, sem hafa tæknilega verið í stríði síðan 1950, hafa eldað grátt silfur í gegnum árin. Stjórnvöld í Suður-Kóreu innleiddu þó lög í landinu árið 2020 sem gerði það refsivert að senda áróður yfir til nágrannanna. Aktívistar hafa þó ekki látið sér segjast og bent á að lögin samræmist illa stjórnarskrárbundnum réttindum um tjáningarfrelsi. Hafa því sendingarnar haldið áfram sem nú hefur leitt til hátalara- og sorpblöðruátaka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax