fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn heppinn miðaeigandi á Íslandi endaði árið 2025 með stæl þegar hann var einn með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu og fékk í sinn hlut 642 milljónir króna.

Útdrátturinn fór fram á gamlárskvöld og var miðinn keyptur á lotto.is. Þetta er einn stærsti lottóvinningur sem komið hefur til Íslands, en árið 2021 vann Íslendingur 1.270 miljónir í Víkingalottóinu.

Það hafa vafalítið margir farið yfir það í huganum hvað þeir myndu gera ef þeir myndu vinna svo stóran vinning í lottóinu. Á samfélagsmiðlinum Reddit fara fram umræður um einmitt þetta þar sem spurt er: Hvað myndir þú gera við 642 milljón krónur?

Svörin eru jafn misjöfn og þau eru mörg, en flestir segja að þeir myndu byrja á að greiða niður skuldir. Hér að neðan má sjá nokkur áhugaverð svör:

Borga allar skuldir og fara í nám án þess að stressast.“

„Borga skuldir, reyna að lifa skynsömu [og] áhyggjuminna lífi, fara í framkvæmdir sem hafa þurft að bíða lengi vegna fjárskorts. Kíkja til tannsa í skoðun.“

„Kaupa mér aðeins stærri íbúð, nýjan bíl, ferðast og svo leggja restina inn á sparnað.“

„Borga upp námslánið. Leggja sem mest fyrir og setja hluta í trygga, langtíma fjárfestingu sem fylgir lítil áhætta. Halda svo bara áfram í námi og sjá til hvað ég ákveð að gera í framtíðinni.”

„ Held ég myndi bara setja þetta á reikning með sæmilegum vöxtum og hætta að vinna nema þá kannski fyrir sjálfan mig. Mögulega byrja eitthvað að braska ef ég nenni.”

„Kaupa íbúðir, leigja þær út vel undir markaðsverði og gera mitt besta til að keyra leiguverð niður.”

„Reyna finna einhver góðgerðarmál til að gefa megnið í. Restina kannski í að hjálpa einhverjum sem eru að reyna kickstarta einhverju sem ég hef áhuga á. Ég er í vinnu sem ég elska svo ég myndi ekki hætta að vinna og hef nóg upp úr krafsinu fyrir mig og þau sem eru mér næst.”

„Fyrst og fremst: Flytja af þessu helvítis skeri. Lifa af vöxtunum umfram verðbólgu og aldrei vinna handtak nema ég kýs að gera það. Læra á hljóðfæri, lesa ógrynni af bókum og horfa á hundruð kvikmynda á ári. Elda og baka nýjar uppskriftir í rólegheitum án tímapressu. Læra að teikna almennilega og mögulega að gera keramik. Búa með fjölskyldu minni í húsi einhvers staðar nálægt Miðjarðarhafinu, með litlu gestahúsi og bjóða vinum í heimsókn oft…”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“