

Íslenska landsliðið í handbolta olli miklum vonbrigðum í leik sínum gegn Sviss á EM í dag en leiknum lyktaði með jafntefli, lokatölur urðu 38:38.
Sviss leiddi nær allan leiktímann og komst mest í þriggja marka forystu. Slakur varnarleikur varð íslenska liðinu að falli í dag en staðan í hálfleik var jöfn 19:19 eftir að Sviss hafði leitt allan fyrri hálfleikinn.
Fyrirfram var vitað að sigur í leiknum í dag og sigur gegn Slóveníu á morgun hefðu tryggt Íslandi sæti í undanúrslitum á mótinu. Sá möguleiki er nú ekki lengur í okkar höndum eftir tapað stig gegn Sviss í dag.
Elliði Snær Viðarsson og Orri Freyr Þorkelsson voru markahæstir með 8 mörk hvor og Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk. Viktor Gísli varð sjö skot í markinu og Björgvin Páll 3.
Síðasti leikur Íslands í milliriðli verður gegn Slóveníu á morgun.