fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. janúar 2026 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ársins 2025 og í byrjun þess nýja hafa fjölmiðlar birt fréttaannál í sjónvarpi, útvarpi og á vefmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fullir af færslum einstaklinga þar sem litið er tilbaka yfir árið 2025 og hvað bar þar helst til tíðinda og stefnan sett fyrir árið sem nú er nýhafið.

Einn af þeim sem birt hefur fréttaannáll á Facebook-síðu sinni er Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri og stofnandi GRID. Annál sinn birtir hann með myndinni Hörmungaannáll 2025 og vísar þar til yfirferðar fréttaannáls RÚV á gamlársdag þar sem 45 mínútur fóru í yfirferð yfir hörmungar og tvær mínútur yfir fallegar og krúttlegar fréttir.

„Eftir að hafa þulið upp hörmungar heimsins í 45 mínútur tóku þulirnir í fréttaannál ársins á RÚV sér pásu til að koma að: „Sífellt fjölgar í hópi fólks sem forðast að fylgjast með fréttum“ og spurðu svo „Vorum við svona leiðinleg á árinu?“

Svo voru teknar 2 mínútur til að fara á hundavaði í gegnum nokkrar fallegar og krúttlegar fréttir:
* Hraðstefnumót gamals fólks í Brussel
* Garðálfa í húsagarði í Noregi
* Fréttamann að smakka stropuð kæst egg á Mývatni
* Grammy verðlaun Víkings Heiðars Ólafssonar (vel gert Víkingur!)
* Óvænta barnsfæðingu í Mosfellsbæ
* Sex-sjö
* Dúxa af erlendum uppruna við Fjölbrautaskólann í Ármúla (vel gert þær!)“

…allt saman ágætustu mál, en svo var haldið áfram með hörmungarnar.“

Hjálmar bendir á að þegar allt það hræðilegasta sem gerist í stórum heimi á heilu ári er tekið saman er af nógu að taka. „Hörmungar grípa athyglina á hátt sem hægfara framþróun nær aldrei að gera,“ segir Hjálmar sem listar síðan upp tíu góða hluti sem gerðust á árinu 2025 sem hver um sig er líklega stærri fréttað hans mati en nokkur sú sem farið var yfir í annálnum:

„1. Atvinnuleysi á heimsvísu er það lægsta síðan 1991.
2. Í árlegri, alþjóðlegri könnun Gallup sögðust 7% mannkyns þjást, sem er lægsta hlutfall í þau 20 ár sem könnunin hefur verið gerð. Í sömu könnun segjast 33% blómstra (e. „thrive“), hlutfall sem hefur hækkað hægt og bítandi úr um 20% fyrir 20 árum.
3. Síðasta áratuginn hefur tæplega milljarður manna fengið aðgang að hreinu vatni og 1,2 milljarðar að öruggri salernisaðstöðu; nær 300 milljónum færri eru nú án rafmagns, og 100 milljónum færri börn lifa við fátækt þó fólki í heiminum hafi fjölgað um 760 milljónir á sama tíma.
4. 12,6% færri deyja ótímabærum dauðdaga nú en árið 2010, einkum vegna framfara í lækningum og heilbrigðisþjónustu.
5. 2025 var metár í útrýmingu sjúkdóma: 17 lönd útrýmdu a.m.k. einum sjúkdómi á árinu; Maldíveyjar náðu meira að segja „þrefaldri útrýmingu“ (þar fæðast engin börn með HIV, lifrarbólgu B eða sárasótt lengur).
6. Morðtíðni í Bandaríkjunum (já Bandaríkjunum!) hefur fallið hratt síðustu ár og er nú sú lægsta í sögu landsins. Ofbeldisglæpir og þjófnaðir eru einnig í sögulegu lágmarki þar. Morðtíðni hefur raunar lækkað á heimsvísu á þessari öld og 73% jarðarbúa segjast nú örugg ein á gangi á kvöldin.
7. Metuppskera var á mikilvægustu korntegundum: hveiti, hrísgrjónum og sojabaunum og hrísgrjónaverð hefur ekki verið lægra í 18 ár.
8. Hámarki útblásturs gróðurhúsalofttegunda var að líkindum náð árið 2025! Útblástur gróðurhúsategunda í Kína – sem staðið hefur undir 90% af aukningu þeirra síðan Parísarsáttmálnn var undirritaður 2016 – hefur staðið í stað síðustu 18 mánuði og mun líklega lækka þegar árið 2025 verður skoðað í heild. Hann mun svo lækka hratt í framhaldinu enda jókst framleiðsla á sólarorku um 50% á árinu og vindorku um 34%. Hlutfall kola í raforkuframleiðslu hefur samhliða fallið úr 59% í 53% bara á síðastliðnum 2 árum.
9. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var fullgilltur. Þetta er risaskref í verndun úthafanna og á sama tíma er stærsta hafverndarsvæði heims er um það bil að verða að veruleika í Kyrrahafinu – yfir 5 milljónir ferkílómetra.
10. Og verndun virkar. Bara örfá dæmi: saiga-antílópunni í mið-Asíu hefur fjölgað úr 30 þúsund dýrum árið 2006 í nær 4 milljónir núna; fjöldi tígrisdýra á Indlandi hefur tvöföldast á síðasta áratug; græna sæskjaldbakan er ekki lengur í útrýmingarhættu; fyrir 100 árum voru aðeins 54 evrópskir vísundar eftir í heiminum nú eru þeir meira en 10 þúsund og svörtum nashyrningum í Afríku fer fjölgandi.“

Hjálmar segir að tækni, vísindi, réttindabarátta, náttúruvernd og alþjóðlegt samstarf hafi haldið áfram að gera heiminn betri árið 2025.

„En þetta er ekki sagan sem við kjósum að sjá. Við lifum við bestu og öruggustu lífsskilyrði mannskynssögunnar, en teljum okkur trú um að tímarnir séu þeir verstu og hættulegustu.“

Vitnar hann að lokum í orð sænska læknisins og fyrirlesarans Hans Rosling: Að byggja heimsmynd sína á fjölmiðlum er eins og að mynda sér skoðun á mér út frá mynd af öðrum fætinum.

Óhætt er að segja að færsla Hjálmars hafi vakið athygli, þegar þetta er skrifað hafa yfir 600 látið sér líka við hana og 170 deilt henni áfram, 56 hafa skrifað athugasemdir og þakkað Hjálmari fyrir innleggið, þar á meðal Sigríður Hagalín Björnsdóttir blaðamaður á RÚV, Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, og Egill Helgason fjölmiðlamaður.

Hjálmar bendir á að hann hafi fengið flesta punktana í lokafréttabréfi ársins frá Fix the News, sem sendi slíkt efni frá sér vikulega og hann mæli með.

Horfa má á Fréttaannál RÚV hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn

María Rut: Óásættanlegt að fólk þurfi að berjast árum saman fyrir rannsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“