

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað því að taka fyrir mál manns sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hún var aðeins 12 til 14 ára þegar brotin áttu sér stað.
Brotin áttu sér stað á árunum 2018 til 2021 á heimili fjölskyldunnar. Hafði stjúpfaðirinn slegið hana í fjölda skipti á rassinn og þess að nudda hana í eitt skipti á beran rassinn, læri og innanverð læri.
Var maðurinn dæmdur til 7 mánaða skilorðsbundins fangelsisdóms í héraði en Landsréttur mildaði dóminn í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Stjúpfaðirinn taldi að annmarkar hefðu verið á málinu og að lykilgagna hafi ekki verið aflað, svo sem bréfa móður stúlkunnar við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Sagði hann að móðirin hafi „mengað“ framburð stúlkunnar.
Hæstiréttur taldi hins vegar enga slíka annmarka á málinu, það er á aðferð við sönnunarmat, að það gæti varðað við ómerkingu hans. Eins og áður sagði var beiðninni því hafnað.