fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 2. janúar 2026 16:30

Stjúpfaðirinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað því að taka fyrir mál manns sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hún var aðeins 12 til 14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Brotin áttu sér stað á árunum 2018 til 2021 á heimili fjölskyldunnar. Hafði stjúpfaðirinn slegið hana í fjölda skipti á rassinn og þess að nudda hana í eitt skipti á beran rassinn, læri og innanverð læri.

Var maðurinn dæmdur til 7 mánaða skilorðsbundins fangelsisdóms í héraði en Landsréttur mildaði dóminn í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Stjúpfaðirinn taldi að annmarkar hefðu verið á málinu og að lykilgagna hafi ekki verið aflað, svo sem bréfa móður stúlkunnar við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Sagði hann að móðirin hafi „mengað“ framburð stúlkunnar.

Hæstiréttur taldi hins vegar enga slíka annmarka á málinu, það er á aðferð við sönnunarmat, að það gæti varðað við ómerkingu hans. Eins og áður sagði var beiðninni því hafnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“