Líkamsleifar manns sem hvarf fyrir rúmum sex árum síðan eru fundnar í Wales. Maðurinn hafði farið í göngu en skilið Playstation tölvuna sína eftir í gangi og símann í hleðslu.
Það var göngumaður í þjóðgarðinum Bannau Brycheinog í Brecon í suðurhluta Wales sem fann líkamsleifar fyrir skemmstu og tilkynnti það til yfirvalda. Kom þá í ljós að um var að ræða leifar ungs manns sem hvarf fyrir rúmum sex árum síðan.
Maðurinn hét Jordan Moray, 33 ára gamall frá bænum Cwmbach í Wales. Hann hvarf þann 24. júlí árið 2019 í mjög dularfullum kringumstæðum. Moray hafði skilið eftir Playstation leikjatölvu í gangi á heimili sínu og farsímann sinn í hleðslu.
Lögreglan í Suður-Wales skipulagði mikla leit að Jordan á sínum tíma en það fannst hvorki tangur né tetur af honum. Þótti málið mjög dularfullt á sínum tíma.
Í þessi sex ár hafst fjölskyldan aldrei upp á að finna Jordan. Debbie Moray, móðir hans lýsti því hvernig þau leituðu í sífellu að honum.
„Ég leita í fjöllunum og skógunum reglulega. Í hvert skipti sem við heyrum af einhverju erum við farin af stað,“ sagði Debbie í viðtali á sínum tíma. „Bróðir minn og eiginkona hans förum um allt og leitum, bæði fótgangandi og á hjólum. Bróðir Jordan gerir það líka.“
Sagði Debbie að hver dagur væri kvöl en hún gæfist ekki upp á voninni að Jordan fyndist á lífi. Sagðist hún trúa því að hann hefði farið burt af sjálfsdáðum og myndi einhvern daginn koma aftur heim.
Líkamsleifar Jordan fundust á stað þar sem eru vinsælar gönguleiðir og vinsælt er að veiða fisk. Að sögn lögreglu er málið ekki rannsakað sem sakamál.
Fjölskyldan hefur óskað eftir að vera látin í friði á meðan hún syrgir Jordan. En Josh Moray, bróðir hans, skrifaði færslu á samfélagsmiðla þann 9. september, skömmu eftir að Jordan fannst.
„Ég hef saknað bróður míns síðan að hann týndist. Hann var ekki aðeins bróðir minn, hann var besti vinur minn,“ skrifaði Josh. „Við höfum gert allt saman, hann er mér mikill missir og verður það ávallt.“
Þá segir hann að þó að fréttirnar séu erfiðar þá fái foreldrar hans nú tækifæri til þess að jarða og kveðja son sinn.