fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. september 2025 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál móður um fimmtugt sem sakfelld var fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að bana 11 ára bróður hans. Konan var dæmd í 18 ára fangelsi í héraðsdómi og Landsréttur staðfesti síðan þann dóm.

Lögmaður konunnar byggði á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og málsmeðferð hefði verið ábótavant. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til andlegs ástands konunnar, sem glímir við geðræn vandamál, né til refsimildandi þátta sem komi fram í matsgerðum og vitnisburðum matsmanna fyrir dómi. Segir í beiðni um áfrýjunarleyfi að verjandi konunnar hafi verið stöðvaður af dómurum þegar hann vildi spyrja matsmenn spurninga til að upplýsa hvað það væri í fari konunnar sem leiddi til harmleiksins. Segir hann að í dómi Landsréttar sé algjörlega litið framhjá orsökum verknaðar konunnar.

Hæstiréttur ákveður að taka málið vegna þess að hann telur að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu, sérstaklega varðandi það hvort málsmeðferð hafi verið ábótavant.

Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér.

Sjá einnig: Dómur fallinn í Nýbýlavegsmálinu – Móðirin sakfelld og fær þungan dóm

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“

Spánverjar hóta að draga sig úr Eurovision vegna Ísrael – Eitt af „stóru fimm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“