Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál móður um fimmtugt sem sakfelld var fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að bana 11 ára bróður hans. Konan var dæmd í 18 ára fangelsi í héraðsdómi og Landsréttur staðfesti síðan þann dóm.
Lögmaður konunnar byggði á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og málsmeðferð hefði verið ábótavant. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til andlegs ástands konunnar, sem glímir við geðræn vandamál, né til refsimildandi þátta sem komi fram í matsgerðum og vitnisburðum matsmanna fyrir dómi. Segir í beiðni um áfrýjunarleyfi að verjandi konunnar hafi verið stöðvaður af dómurum þegar hann vildi spyrja matsmenn spurninga til að upplýsa hvað það væri í fari konunnar sem leiddi til harmleiksins. Segir hann að í dómi Landsréttar sé algjörlega litið framhjá orsökum verknaðar konunnar.
Hæstiréttur ákveður að taka málið vegna þess að hann telur að það kunni að hafa verulega almenna þýðingu, sérstaklega varðandi það hvort málsmeðferð hafi verið ábótavant.
Ákvörðun Hæstaréttar má lesa hér.