fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. september 2025 12:30

Slysið varð í Árbæjarlaug í byrjun árs 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað ósk Reykjavíkurborgar um áfrýjunarleyfi á máli sem borgin tapaði gegn konu sem slasaðist í Árbæjarlaug. Konan rann í  hálku á leið í heita pottinn því snjóbræðslukerfi laugarinnar var bilað.

Konan varð fyrir slysinu þann 2. janúar árið 2022. Á leið sinni í heita pottinn rann hún, datt og slasaðist illa á fæti. Eiginmaður hennar sem var með henni var næstum floginn á hausinn líka þegar hann hjálpaði henni á fætur.

Kom í ljós að snjóbræðslukerfi laugarinnar var bilað og að starfsfólk hefði borið salt á með reglulegu millibili. En það hafði augljóslega ekki dugað.

Konan fór á sjúkrahús og kom þá í ljós að hún hafði orðið fyrir áverkum á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis.

Sjá einnig:

Kona sem slasaðist í Árbæjarlaug lagði borgina í dómsmáli

Skaðabótaskylda Reykjavíkurborgar og tryggingarfélagsins Sjóvár-Almennra var viðurkennd með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 10. maí árið 2024. Var hún staðfest með dómi Landsréttar 19. júní síðastliðinn.

Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar, meðal annars á þeim grunni að málið hefði fordæmisgildi varðandi hvernig skyldi halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum. Eins og áður segir féllst Hæstiréttur ekki á það og hafnaði beiðninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi