fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. september 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um að stytta rétt til atvinnuleysisbóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði vekja gagnrýni hjá Birnu Gunnlaugsdóttur, kennara og meðlim í kosningastjórn Sósíalista.

Í tilkynningu á vef Stjórnaráðs Íslands segir að fyrirhuguðum breytingum sé ætlað að hvetja fólk til virkni. Bent er á að bótatímabil á Norðurlöndum sé styttra en hér á landi:

„Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fyrirhugar að gera breytingar á atvinnuleysistryggingakerfinu með það að markmiði að grípa fólk fyrr en áður og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem er útsettur fyrir langtímaatvinnuleysi. Hvergi á Norðurlöndum er bótatímabil atvinnuleysistrygginga jafn langt og á Íslandi eða 30 mánuðir. Áformaskjal hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp til laga um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar.“

Bent er á að snemmtæk íhlutun skipti sköpum í aðgerðum gegn langtímaatvinnuleysi. „Því lengur sem fjarvera einstaklings frá vinnumarkaði varir þeim mun ólíklegra er að viðkomandi snúi til baka á vinnumarkað og því er brýnt að fjarveran sé ekki of löng,“ segir ennfremur.

 „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Birna Gunnlaugsdóttir gagnrýnir þessi áform í aðsendri grein á Vísi. Segir hún að ekki séu fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir til að grípa þann hóp sem missir bætur. Við taki framfærslueyrir hjá sveitarfélögum sem leiði fjárhagslegar hremmingar yfir þessa einstaklinga:

„Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst.

Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir?“

Birna segir ennfremur:

„Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.000 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra