fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. júlí 2025 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir kynferðisbrot með því að taka upp salernisferðir annarra einstaklinga á heimili sínu. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 26. júní síðastliðinn.

Kyn geranda er ekki tilgreint í ákæru, en af henni má ráða að þolendur eru kvenkyns, þar af voru tekin upp tvö myndbönd af annarri þeirra.

Ákærði er ákærður fyrir „kynferðisbrot, með því að hafa þann 9. september 2023, á heimili sínu , útbúið myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra með því að koma farsíma sínum fyrir á salerni og án samþykkis taka upp tvö myndbönd svo sem hér segir:

  1. Tekið upp myndband af Z þar sem hún sést girða niðrum sig og nota salernið en á myndbandinu sést í beran rass og kynfærasvæði hennar.
  2. Tekið upp myndband af Z, T, C og A koma saman inn á salernið þar sem þær Z og T sáust nota salernið.

Telst háttsemi í ofangreindum liðum varða við 1. mgr. 199. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. “

Konan Z gerir einkaréttarkröfu og krefst miskabóta að fjárhæð 1.500.000 króna auk vaxta. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt