fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Trump í bullandi vandræðum út af Epstein

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 08:16

Ljósmynd af Epstein og Trump saman á heimili þess síðarnefnda í Flórída árið 1997

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er í bullandi vandræðum útaf Epstein-skjölunum svokölluðu. Wall Street Journal greindi frá því í gærkvöldi að dómsmálaráðherrann Pam Bondi hefði upplýst forsetann um það í maí að nafn hans væri að finna víða í skjölunum og var hann í kjölfarið fullvissaður um að skjölin yrðu ekki gerð opinber. Viku áður hafði Trump neitað því staðfastlega að Bondi hefði upplýst hann um þessar staðreyndir.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Trump hefur brugðist við umfjöllun Wall Street Journal með því að kalla þær falsfréttir.

Klaufalega haldið á málinu

Óhætt er að fullyrða að sú ákvörðun að birta ekki skjölin hafi reynst Trump afar erfið enda hafði hann lofað stuðningsmönnum sínum því í kosningabaráttunni að skjölin yrðu gerð opinber.

Meðhöndlun málsins hefur verið klaufaleg í meira lagi og þar hefur áðurnefnd Pam Bondi verið fremst í flokki. Hún sagði í viðtali við Fox News í febrúar að skjölin og sérstakur listi með viðskiptavinum Epstein væri á skrifborðinu hennar og ýjaði að birtingu innan skamms. Stuttu síðar birti hún lítinn hluta af skjölunum sem reyndust ekki innihalda neinar nýjar upplýsingar. Óánægjan var því farin að krauma og sprakk út í byrjun júlí þegar tilkynnt var að Epstein-skjölin yrðu ekki gerð opinber ásamt fullvissu um að ekkert bitastætt væri í þeim að finna.

Maxwell hyggst leysa frá skjóðunni

Á sama tíma virðist Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona Epstein, ætla loks að leysa frá skjóðunni. Maxwell, sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu árið 2022, bar ekki vitni þegar réttarhöld yfir henni fóru fram. Nú er ráðgert að hún muni hitta fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins á næstu dögum og leggja fram ýmsar nýjar upplýsingar sem ekki hafa áður komið fram. Hvort að þær upplýsingar verði Trump í hag eða ekki verður að koma í ljós.

Í frétt Wall Street Journal er bent á að það að nafn Trump sé í skjölunum þýði ekki að hann sé endilega bendlaður við neitt saknæmt.

Stærstu fjölmiðlar heims hafa undanfarnar vikur rifjað upp ýmislegt sem tengist sambandi Epstein og Trump í gegnum árin. CNN fjallaði meðal annars um þá áður nánast óþekktu staðreynd að Trump hefði boðið Epstein í brúðkaup sitt og Mörlu Maples árið 1993. Þótt það sýni fram að á að samband tvímenninganna var mun nánar en Trump hefur viljað viðurkenna en hann hefur í gegnum árin gert lítið úr sambandi þeirra.

Vinslit urðu milli Epstein og Trump þegar þeir kepptust um sama fasteignaverkefnið á Palm Beach árið 2004 og höfðu þeir því ekki verið í sambandi í tæp 15 ár þegar Epstein var handtekinn fyrir margvísleg brot árið 2019.

Þá hafa erlendir miðlar rifjað upp yfirheyrslu á Epstein árið 2010 Þar neitaði Epstein í öllum tilvikum að tjá sig nema þegar komið var að Trump en þá játaði Epstein að þeir þekkstust. Hefur það síðan valdið mörgum heilabrotum.

Hægt er að sjá brotið úr yfirheyrslunni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjó til sprengjur og kom þeim fyrir á lestarteinum – „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“

Bjó til sprengjur og kom þeim fyrir á lestarteinum – „Hver vill sjá mig fara út og leika mér svona á morgun?“
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá

Eyþór ljósmyndari ætlar að kæra manninn sem skvetti á hann rauðri málningu – Árásarmaðurinn sýnir enga eftirsjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Héðinn stígur til hliðar í kjölfar umdeilds samneytis við táningsstúlku

Karl Héðinn stígur til hliðar í kjölfar umdeilds samneytis við táningsstúlku