fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 12:13

Árásin átti sér stað á bifreiðastæði í Mjódd. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fertugt er alvarlega slasaður eftir að hafa orðið fyrir hnífsstungu á bifreiðastæði við Mjóddina í Reykjavík í gærkvöld.

Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.08 og hélt hún þegar á staðinn og fann þar brotaþola illa á sig kominn. Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um verknaðinn og var hann handtekinn nærri vettvangi. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild og er ástand hans alvarlegt líkt og áður sagði.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, eins og segir í tilkynningu lögreglunnar.

Uppfært kl. 19.12:
Árásarmaðurinn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar