fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Magnús Þór strandveiðisjómaðurinn sem lést

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strandveiðisjómaðurinn, sem lést í gær eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði, var Magnús Þór Hafsteinsson, þýðandi, rithöfundur, ritstjóri, og fyrrum þingmaður Frjálslynda Flokksins. Magnús Þór var 61 árs að aldri.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá. Unnið er að því að koma bátnum af sjávarbotni.

Magnús Þór var skipstjóri og útgerðarmaður Ormsins langa AK-64 (6206). Báturinn sökk skammt vestur af Blakki, suðvestur af Patreksfirði, en tilkynning barst um atvikið rétt fyrir kl. 11 í morgun.

Magnús Þór Hafsteinsson. Mynd: Alþingi.

Sjá einnig: Strandveiðisjómaður lést vestur af Blakki

Magnús Þór skilur eftir sig fimm börn á aldrinum 22-35 ára.

Magnús Þór var fæddur á Akranesi 29. maí 1964. Hann útskrifaðist sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein frá Bændaskólanum á Hólum 1986, með cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991, og Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994.

Magnús Þór starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi árin 1981–1989. Hann varð síðan rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs og sinnti rannsóknum og kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994–1997. Árin 1997-1999 var Magnús Þór fréttaritari RÚV í Noregi og síðan var hann blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi (RÚV) næstu sex ár.

Árin 2003-2007 var Magnús Þór Alþingismaður Suðurkjördæmis fyrir Frjálslynda flokkinn. Hann var einnig formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2004–2007, og sat í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003–2005. Magnús Þór var formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Nýlega kom út bók David Attenborough, Líf á jörðinni okkar : vitnisburður minn og framtíðarsýn, í þýðingu Magnúsar Þórs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“