fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason segir atburðarásina í átökum í Sósíalistaflokknum vera með eindæmum. Hann deilir frétt Vísis í gærkvöld þess efnis að skipt hafi verið um lás í húsnæði flokksins í Bolholti, eftir átakafund þar sem tekist var á um yfirráð yfir félagi tengdnu flokknum, Vorstjörnunni.

„Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins,“ segir í fréttinni.

Á aðalfundi Vorstjörnunnar í gærkvöld hélt fráfarandi stjórn Sósíalistaflokknum völdum í Vorstjörnunni og núverandi stjórn flokksins komst þar ekki að. „Þetta er leiguhúsnæði og þegar hún Sigrún skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd Sósíalistaflokksins og óstofnaðs félags þannig að leigusamningurinn er á Vorstjörnunni þannig þau tæknilega séð hafa leyfi til þess að loka flokkinn úti,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins, í viðtali við Vísi.

Egill Helgason segir í Facebook-færslu sinni um málið:

 „Segjum nú að ný forysta Sjálfstæðisflokksins hefði mætt í Valhöll – og þá hefði verið búið að skipta um lás!“

Þessu svarar Gunnar Smári Egilsson þannig:

„Munurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn á Valhöll. Það er Vorstjarnan sem leigir húsnæðið í Bolholti en leigir síðan Sósíalistaflokknum aðstöðu ásamt mörgum öðrum félögum og samtökum. Ný forysta í flokknum skipti hins vegar um skrár fyrir skömmu svo aðrir leigjendur komust ekki inn. Þetta var leiðrétt í gær. Dæmið væri þá þannig að ef Sjálfstæðisflokkurinn leigði aðstöðu í Valhöll en hefði skipt um skrár í húsinu svo tannlæknarnir komust ekki inn, sem einnig leigðu í húsinu, þá hefði eigandi hússins skipt aftur um skrár svo tannlæknarnir kæmust á stofur sínar.“

Minnir á klósetthörmungar á skemmtiferðaskipi

Egill segir síðan:

„Í raun ættu svona deilur í smáflokki ekki að vera sérlega áhugaverðar, skipta sáralitlu máli – en ég man varla eftir svona hatrömmum átökum í neinum flokki eða svo mikilli heift og svona klækjabrögðum. Frekar að þetta minnir mann á deilur í kirkjusóknum hér í eina tíð. Atburðarásin er samt svo furðuleg – og lygileg – að maður getur varla haft augun af þessu. Næstum eins og þátturinn sem er sýndur á Netflix núna um skemmtiferðaskipið þar sem klósettin virkuðu ekki.“

Sannsögulegi sjónvarpsþátturinn á Netflix sem Egill vísar í var til umfjöllunar á dv.is í gær.

Sjá einnig: Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Segir þar frá siglingu skemmtiferðaskipsins Carnival Triump árið 2013. Skipið var á leið til hafnar þegar eldur kviknaði í vélarrúminu, sem þrátt fyrir að vera slökktur fljótt, olli alvarlegum bilunum í skipinu, sem leiddi meðal annars til þess að salerni virkuðu ekki. Úrgangur flæddi úr klósettum og farþegar þurftu að vaða óþverrann.

„Þetta var það ógeðslegasta sem ég hef séð á ævi minni. Fólk var að fela kúkinn sinn með klósettpappír og svo kúkaði einhver ofan á það og svo aftur pappír. Svona var þetta til skiptis, eins og lasagna,“ segir einn farþeganna í myndinni.

Farþegar og áhöfn um borð í skipinu voru samtals rúmlega fjögur þúsund manns, kannski svipaður fjöldi og meðlimir í Sósíalistaflokknum, en sú tala er eitthvað á reiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“