fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Edition-hótelinu: Rannsakað hvort feðginin hafi verið stungin meðan þau sváfu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 12:15

MYND: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti 58 karlmanns og dóttur hans um þrítugt á Edition-hótelinu í Reykjavík um liðna helgi er í fullum gangi.

56 ára kona er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið þeim bana, en þau látnu voru eiginmaður og dóttir konunnar. Konan var flutt á sjúkrahús eftir atvikið þar sem hún var sjálf með áverka eftir eggvopn.

Fjölskyldan sem um ræðir var frönsk en hafði búið í Dublin á Írlandi í um tíu ár.

Blaðamaður Irish Times er staddur hér á landi og ræddi hann meðal annars við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjón miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.

Í frétt miðilsins í morgun kemur fram að íslenska lögreglan hafi unnið náið með írsku lögreglunni og hafa aðstandendur fjölskyldunnar verið upplýstir um málið.

„Næstu skref eru að halda áfram að safna gögnum og upplýsingum og vinna með frönskum og írskum yfirvöldum,“ er haft eftir Ævari Pálma.

Blaðið hefur eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknarinnar að lögregla hafi lagt hald á hníf sem nú er til rannsóknar, en grunur leikur á að hann hafi verið notaður við voðaverkið.

Þá kemur fram að einn þáttur rannsóknarinnar snúi að því að ráðist hafi verið á feðginin á meðan þau sváfu.

Dublin Live segir frá því að fjölskyldan hafi komið til Íslands þann 7. júní síðastliðinn og áttu þau bókað flug heim síðastliðinn laugardag, 14. júní, eða sama dag og feðginin fundust látin. Mun það hafa verið starfsmaður á hótelinu sem hafði samband við lögreglu umræddan morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna