fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Einar pantaði sendingu að utan og birtir mynd af reikningnum frá Póstinum – „Löglegt rán að degi til“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. maí 2025 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Einar spyr „hvaða endalausu gjöld eru þetta í Póstinum?“ Hann pantaði notaðar bækur að utan og fékk í kjölfarið reikning frá Póstinum og þurfti að greiða aðflutningsgjöld. Hann birti skjáskot af reikningnum í Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi.

„Hvaða endalausu gjöld eru þetta í póstinum, maður er að kaupa notað að utan, búinn að greiða sendingarkostnað og svo er smurt á hvern einasta pakka einhverjum síendurteknum gjöldum…

ATH. SVO ÞARF MAÐIR AÐ SÆKJA!“

Skjáskot/Facebook

Færslan hefur vakið talsverða athygli en margir taka undir með Einari.

„Löglegt rán að degi til,“ segir einn.

„Óþolandi rugl,“ segir annar.

„Algjört kjaftæði, hef oft pirrað mig á þessu.“

Ekki Póstinum að kenna

Nokkrir benda Einari á að þetta sé ekki við Póstinn að sakast.

„Eina sem pósturinn er að taka þarna er 840kr fyrir að sjá um tollskýrslugerð fyrir þig… Hitt er virðisauki og úrvinnslugjald á umbúðir sem ríkið tekur,“ segir einn.

„Úrvinnslugjald er gjald sem ríkið tekur. Það er bara pósturinn sem rukkar það inn í svona innflutningi,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“