fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Eyjan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir áformum ríkisstjórnarinnar um fjármögnun nýs örorkulífeyriskerfis og segir að um skipulagða og grófa aðför að lífeyrissjóðum verkafólks að ræða.

Vilhjálmur skrifar um málið á Facebook þar sem hann vísar meðal annars til umsagnar Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. ASÍ vekur þar athygli á því að framlög til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða verði felld niður á næsta ári ef ekki komi til lagabreytingar. Þessi jöfnun eigi rætur að rekja til samkomulags stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við endurskoðun kjarasamninga á árinu 2005. Þá hafði vaxandi örorkubyrði lagst þungt á lífeyrissjóði verkafólks innan ASÍ sem hafði neikvæð áhrif á ellilífeyri sjóðsfélaga.

ASÍ segir að gengið hafi verið út frá því þegar samkomulagið var gert að það væri ótímabundið. Engu að síður hafi stjórnvöld ítrekað komið með hugmyndir um að draga úr þessu framlagi eða fella það niður. Nú þegar hafi ríkisstjórnin ráðist í að skerða framlagið um þriðjung ásamt því að úthlutunarreglum var breytt svo framlagið renni fyrst og fremst til þeirra sjóða sem hafa mesta örorku. Nú þegar standi til að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi sé mikilvægt að örorkubyrði lífeyrissjóða verði áfram jöfnuð, annað muni bitna á lífeyrisréttindum verkafólks.

Vilhjálmur tekur undir með ASÍ og furðar sig á því að ný ríkisstjórn félagshyggju, jöfnuðar og réttlætis komi með tillögu sem þessa. „Þetta er ekki réttlæti, þetta eru svik,“ skrifar Vilhjálmur.

„Þetta er ekki framfaraskref. Þetta er afturför. Þetta er skipulögð og gróf aðför að lífeyrissjóðum verkafólks.“

Það sé augljóst að örorkubyrðin er mest meðal lífeyrissjóða verkafólks. Verkafólk slitni meira en skrifstofufólk. Það framlag sem ríkið greiði í dag til jöfnuðar dugi ekki einu sinni til að rétta hlut verkafólks, en nú eigi að fella þau niður með öllu í nafni kerfisbreytinga. „Þetta er óréttlæti dulbúið sem kerfisbreyting“.

Ætli ríkið að fara þessa leið þurfi það að taka yfir örorkukerfið eins og það leggur sig. Það geti ekki verið sanngjarnt að sjóðir verkafólks þurfi einir að standa undir því sem áður var sameiginleg ábyrg.

„Við segjum: STOPP! Verkafólk mun ekki sitja hjá þegar ráðist er að sjóðum þess. Ef ríkisstjórn Íslands ætlar að brjóta niður eina meginstoð íslensks velferðarkerfis í skjóli nýrrar útfærslu, þá á hún von á skipulagðri, harðri og einróma andstöðu.
Réttlæti sem fer fram á kostnað verkafólks – það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný