fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Gunnlaugur Claessen er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari, er látinn. Hann lést þann 1. maí síðastliðinn og var á 79. aldursári. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Gunnlaugur varð stúdent frá MR 1966 og lauk lögfræðiprófi við HÍ árið 1972. Hann stundaði svo framhaldsnám í kröfurétti við Oslóarháskóla veturinn 1972 til 1973 og varð héraðsdómslögmaður 1974 og hæstaréttarlögmaður árið 1980.

Hann var fyrstur manna skipaður ríkislögmaður árið 1984 og gegndi hann því embætti í 10 ár, eða þar til hann var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands árið 1994. Hann gegndi því starfi til haustsins 2013 að hann lét af störfum sökum aldurs.

Gunnlaugur kom víða við í atvinnulífinu og sat í ýmsum stjórnum, til dæmis í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Samtaka um vestræna samvinnu og þá var hann formaður Lögfræðingafélags Íslands um skeið. Þá átti hann sæti í réttarfarsnefnd og var formaður nefndar um dómarastörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“