Lögreglu var svo tilkynnt um innbrot í bílskúr í hverfi 200 í Kópavogi en þaðan var stolið tveimur skotvopnum.
Þá fékk lögregla tilkynningu um líkamsárás í hverfi 221 í Hafnarfirði og var einn maður handtekinn og hann vistaður í fangaklefa. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut minniháttar meiðsli, að sögn lögreglu.
Í hverfi 108 var tilkynnt um tvo þjófnaði úr verslun og voru málin afgreidd á vettvangi.
Einn gistir fangageymslur lögreglu eftir nóttina en alls er 71 mál skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.