fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. maí 2025 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaþota á vegum flugfélagsins Play, sem var á leið frá Madrid til Íslands í gær, neyddist til að lenda skyndilega í Dublin vegna alvarlegra veikinda farþega um borð. Farþegum var síðan tilkynnt um að förinni yrði ekki haldið áfram fyrr en daginn eftir og að þeim yrði útveguð gisting í írsku höfuðborginni.

Birgir Olgeirsson, samskiptastjóri Play, staðfesti þetta í samtali við DV. Ástæðan fyrir því að förinni var ekki haldið áfram til Íslands var sú að þá hefði áhöfnin farið fram yfir lögbundinn hvíldartíma. Ráðgert er að farþegar komist til síns heima seinnipartinn í dag.

DV hefur heimildir fyrir því að grunur leiki á að veikindin tengist hugsanlegu fíkniefnasmygli. Líkur eru taldar á því að veikindi farþegans megi rekja til þess að pakkning með fíkniefnum hafi rofnað innvortis í viðkomandi.  Umræddur farþegi, sem var af  af erlendu bergi brotinn, hafi skjögrað inn á eitt af salernum vélarinnar þar sem meðlimir áhafnarinnar þurftu að hafa afskipti af viðkomandi sem var illa haldinn.

DV bar þessa atburðarás undir Birgi sem sagðist ekki geta staðfest annað en það sem þegar hefur komið fram, að alvarleg veikindi farþega hefði orðið til þess að neyðarlending var talin nauðsynleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun

Mannbjörg varð þegar bátur strandaði fyrir utan höfnina á Rifi í morgun
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á leið til Bretlands stendur ekki til boða sama þjónusta og Bretum á leið til Íslands

Íslendingum á leið til Bretlands stendur ekki til boða sama þjónusta og Bretum á leið til Íslands
Fréttir
Í gær

Öfga hægri maður vinsælastur hjá Pólverjum á Íslandi – Ísland sker sig úr í Evrópu

Öfga hægri maður vinsælastur hjá Pólverjum á Íslandi – Ísland sker sig úr í Evrópu
Fréttir
Í gær

Nágrannar óttast Sigurð Almar – „Gerðist í fyrsta skipti á ævinni að ég hikaði við að fara út úr húsi“

Nágrannar óttast Sigurð Almar – „Gerðist í fyrsta skipti á ævinni að ég hikaði við að fara út úr húsi“