Lögregla handtók mann og vistaði í fangageymslu sem reyndi að flýja frá hótelreikningi upp á tæpar 700 þúsund krónur. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu en málið mun vera í rannsókn.
Lögreglu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í austurbænum. Lögreglumenn voru snöggir á staðinn og er talið að þjófurinn hafi ekki haft tíma til að taka nein verðmæti.
Þá var einn fluttur á slysadeild vegna rafskútuslyss en sá var ölvaður og þurfti aðhlynningu sjúkraflutningamanna. Lögregla var einnig kölluð til vegna slyss þar sem bifreið og reiðhjólamaður skullu saman. Tildrög slyssins eru ekki kunn og málið í rannsókn.