fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna farþegaskips við Ísafjarðardjúp – Tvær þyrlur á vettvang

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 12:40

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru meðal annars kallaðar út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir á Vestfjörðum og áhöfnin á varðskipinu Þór voru kallaðar út laust fyrir klukkan 12 í kjölfar þess að skipstjóri farþegaskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að báturinn hefði tekið niðri í Ísafjarðardjúpi, út af Ögri.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að 47 séu um borð í bátnum en engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki né verið tilkynnt um að leki hafi komið að honum. Sjólag á vettvangi er með besta móti en mikil þoka.

Vegna fjölda farþega um borð í skipinu var hópslysaáætlun virkjuð og óskað eftir því að samhæfingarstöð almannavarna yrði mönnuð. Á þessari stundu er unnið að skipulagi þess að koma farþegum frá borði áður en reynt verður að koma skipinu á flot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu

Beina til eigenda að gæta að gæludýrunum í góða veðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“

Byggði kastala til að vinna hjarta Ástu – „Það þurfti eitthvað alveg extra til að loka þessum ástarsamningi“