Háskóli Íslands hefur gert samning við Akademias um innleiðingu á Avia fræðslukerfinu fyrir allt starfsfólk skólans. Með þessum samningi bætist Háskólinn í hóp tæplega 100 íslenskra vinnustaða sem nýta sér Avia kerfið frá Akademias til að styðja við öflugt fræðslustarf.
„Við hjá Akademias erum afar stolt af því trausti sem Háskóli Íslands sýnir okkur. Háskólinn er leiðandi afl í menntun og rannsóknum og okkur er sannur heiður að fá tækifæri til að styðja við starfsfólk hans með AVIA. Við hlökkum til samstarfsins og að taka virkan þátt í að efla fræðslu innan þessarar mikilvægu stofnunar“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias.
Akademias hefur vaxið hratt á undanförnum árum og eru nú 25 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Þróun nýrra fræðslulausna sem mæta þörfum íslenskra og alþjóðlegra vinnustaða er í forgrunni, og AVIA er mikilvægur þáttur í þeirri vegferð.